fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Eyjan

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 17:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður úr könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Alþingi á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi birtust rétt í þessu.

153 af 206 manns svöruðu könnuninni, en markmið hennar var að safna gögnum um einelti og kynferðislega og kynbundna áreitni meðal þingmanna.

Ekki margir sem tilkynna um kynferðislega áreitni

Í tilkynningu frá Alþingi um könnunina segir að 20% svarenda hafi orðið fyrir einelti á starfstíma sínum. Einelti var algengast meðal þingmanna, en 35,7% þeirra greindu frá því að hafa orðið fyrir einelti í starfi eða í tengslum við starfið. Af þeim 28 svarendum sem höfðu upplifað einelti á starfstíma sínum voru 35,7% sem höfðu orðið fyrir því á síðustu sex mánuðum.

Einnig kemur fram að hlutfall þeirra sem greindu frá því að hafa einhvern tíma orðið fyrir kynferðislegri áreitni var 16%. Af þeim 24 svarendum sem höfðu upplifað kynferðislega áreitni á starfstíma sínum voru 12,5% sem höfðu orðið fyrir henni á síðustu sex mánuðum. Mikill meirihluti þeirra sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni greindi frá því að karl hefði áreitt sig kynferðislega, eða 87,5%, en 12,5% gerenda voru konur. Einungis 12,5% þeirra sem orðið höfðu fyrir kynferðislegri áreitni tilkynntu um athæfið.

18,4% þátttakenda greindu frá því að hafa einhvern tíma orðið fyrir kynbundinni áreitni á starfstíma sínum á Alþingi eða í tengslum við starf sitt þar. Kynbundin áreitni mældist mest meðal þingmanna, eða 31,8%, og höfðu hlutfallslega fleiri konur (25%) en karlar (10,4%) orðið fyrir kynbundinni áreitni. Mikill meirihluti þeirra sem beittu kynbundinni áreitni voru karlar, eða rúm 74%. Af þeim 27 þátttakendum sem höfðu upplifað kynbundna áreitni voru 26,9% sem höfðu orðið fyrir henni á síðustu sex mánuðum.

Ítrekuð ógnandi áreitni

Alls höfðu 36,8% þingkvenna sem svöruðu (7 konur af 19) orðið fyrir ítrekaðri, ógnandi áreitni, en 24% karla (6 karlar af 25). Tæp 16% þingmanna greindu frá því að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi (t.d. verið slegin/n utan undir, ýtt eða einhverju kastað að sér) í tengslum við starf sitt á Alþingi.

Jafnframt greindu hátt í 15% svarenda frá því að nánum fjölskyldumeðlimum hefði verið hótað ofbeldi í tengslum við störf sín á Alþingi og tæp 50% töldu að starf þeirra sem þingmenn hefði valdið fjölskyldumeðlimum erfiðleikum í störfum eða námi.

„Fyrir óþægindum í návígi við Klaustursþingmenn.“

23,3% svarenda höfðu upplifað að myndir og/eða ummæli um þau sem höfðu kynferðislegar vísanir eða inntak hefðu birst í fjölmiðlum. Hlutfallslega fleiri konur en karlar höfðu slíka reynslu eða 31,6% kvenkyns þingmanna og 16,7% karla á þingi.

Í lok skýrslunnar var að finna opin svör. Í þeim var einnig að finna vísbendingar um kynferðislega áreitni, til dæmis að kvenþingmenn finni „fyrir óþægindum í návígi við Klaustursþingmenn.“

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag sagði Steingrímur J. Sigfússon frá könnuninni við upphaf þingfundar.

„Í dag var Alþingismönnum og starfsmönnum skrifstofu Alþingis kynntar niðurstöður viðamikillar könnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Alþingi á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi með sérstakri áherslu á hluti eins og einelti, kynferðislega áreitni og kynbundna áreitni. Þátttaka eða svörun voru með ágætum og niðurstöður sem á margan hátt eru sláandi gefa fullt tilefni til að fylgja þeim eftir af festu og bæta stöðu mála.

Undir því verki verða allir að leggja hönd á plóg, jafnt þingmenn sem starfsmenn, þingflokkar, fastanefndir og aðrir sem geta lagt sitt lið með það að markmið að bæta starfsumhverfi og vinnustaðamenningu á Alþingi og á skrifstofu þess.“

Hér má skoða skýrsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Icardi tryggði PSG sigur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu

Dr. Páll Hreinsson: Valdheimildir hins opinbera aukast í takt við aukna almannahættu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur að Ballarin hafi verið beitt mismunum í hlutafjárútboði Icelandair og muni leita réttar síns

Telur að Ballarin hafi verið beitt mismunum í hlutafjárútboði Icelandair og muni leita réttar síns
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“

Dóra Björt stendur keik – „Samherjamálið gerðist, gögn voru birt og Eyþór kemur við sögu. Það er einfaldlega þannig“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn

Álfrún spyr hvort það sé kominn tími til að ræða gereyðingarvopn
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Helst virðast stjórnmálaforingjar vakna til lífsins þegar útdeila á almannafé til sérhagsmuna, jafnvel vildarvina“

„Helst virðast stjórnmálaforingjar vakna til lífsins þegar útdeila á almannafé til sérhagsmuna, jafnvel vildarvina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hart tekist á í Silfrinu: „Eigum við að taka á móti öllum? Svaraðu því“ – „Það er skömm og það er hneisa“

Hart tekist á í Silfrinu: „Eigum við að taka á móti öllum? Svaraðu því“ – „Það er skömm og það er hneisa“