fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Spá hraðari fækkun hlutabótaþega en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega mun fólki á hlutabótum fækka hraðar en áætlað var að sögn Karls Sigurðssonar sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt spá stofnunarinnar, frá því á föstudaginn, er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, sem tengist hlutabótaleiðinni, fari úr 10,3% í apríl í 7,6% í maí.

En út frá nýrri áætlun Karls gæti síðari talan lækkað enn meira. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að rúmlega fimmti hluti þeirra, sem fóru á hlutabætur, starfi í verslun. En verslunin hefur komið betur út úr síðustu vikum en reiknað var með að sögn Samtaka verslunar- og þjónustu og það gæti vegið þungt í fækkun þeirra sem nýta sér hlutabótaleiðina. Ekki liggur þó enn fyrir hversu margir fara aftur í fullt starf.

18 prósent, þeirra sem fóru á hlutabætur, starfa í iðnaði, sjávarútvegi og skyldum greingum. Ef erlendir markaðir, aðallega í Evrópu, opnast á nýjan leik gæti haft jákvæð áhrif á atvinnustigið í þessum greinum.

Starfsfólk í opinberri þjónustu, hjá félögum og í menningu var um 11 prósent þeirra sem fengu hlutabætur í apríl. Haft er eftir Karli að ætla megi að 30 til 40 prósent þeirra fari í fullt starf í maí og hætti að þiggja hlutabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun