fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir Morgunblaðið klappstýru manna á borð við Trump – „Kaldar kveðjur úr Hádegismóum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir Morgunblaðið vega að lýðræði Íslands og skipa sér í lið með stjórnmálaleiðtogum á borð við Trump. Þetta kemur fram í pistli Þorgerðar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

Kaldar kveðjur 

Þorgerður bendir á að sjaldan hafi samvinna þjóða á alþjóðlegum vettvangi skipt jafn miklu máli og einmitt núna í heimsfaraldri Covid-19. Morgunblaðið hins vegar reyni gagngert að grafa undir slíku samstarfi.

„Nú gerist það svo að Morgunblaðið heldur inn á þessar sömu slóðir með því að grafa undan alþjóðastofnunum og setja sig í stellingar sem klappstýra stjórnmálaleiðtoga á borð við Orbán og Trump. Í blaðinu er nú hæðst að utanríkisráðherra fyrir að standa vörð um vestræn gildi í félagi við utanríkisráðherra Norðurlandaþjóðanna. Morgunblaðið segir þeim að sitja hjá þegar vegið er að lýðræði í álfunni. Þetta eru kaldar kveðjur úr Hádegismóum, frá dagblaði sem eitt sinn var kjölfesta í íslenskum utanríkismálum og lykilstoð í umræðu um frelsi, mannréttindi, lýðræði og vestræna samvinnu.“

Morgunblaðið hjólar í Guðlaug

Tilefni þessara orða Þorgerðar má án efa rekja til harðrar gagnrýni Morgunblaðsins á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og ráðuneyti hans undanfarna viku.

Í Staksteinum Morgunblaðsins á miðvikudaginn var sagt að Guðlaugi hefði verið dinglað inn í Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna  (SÞ) sem væri skammarblettur á Sameinuðu Þjóðunum.

„Það er óburðugt að fylgjast með utanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokki síðustu misserin. yfirmenn hans í ráðuneytinu dingluðu honum inn í Mannréttindaráð SÞ. Heitið er öfugmæli og ráðið verður SÞ reglubundið til minnkunar“

Einnig var gefið til kynna í sömu Staksteinum að Staksteinaritara þætti utanríkisráðuneytið ekki mannað af fullorðnu fólki heldur skandinavískum barnapíum ESB.

„Fyrstu þjóðirnar sem hlaupa til með umvöndunarprikið þegar ESB ýtir á takka eru skandinavísku barnapíurnar. Á meðan fullorðið fólk stjórnaði íslenska utanríkisráðuneytinu var þess vandlega gætt að Ísland væri ekki eitt af barnapíunum.“

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina, en þau skrif eru gjarnan eignuð ritstjóra blaðsins, Davíð Oddssyni, eru starfsmenn utanríkisráðuneytisins kallaðir beinlausar undirtyllur ESB, en Reykjavíkurbréfið gerir það að umfjöllunarefni að Evrópusambandið sé ekki eiginlegt sambandsríki og nýlegur dómur hafi slegið því á föstu að ESB sé valdaminna en það gefur sig út fyrir að vera.

„Utanríkisráðuneytið og aðkeyptir ráðgjafar þess virðast hafa kippt burt neitunarvaldi Íslands varðandi færibandssendingar fyrirmæla frá Brussel. Það neitunarvald var ein meginforsenda þess að samningurinn var samþykktur á Alþingi. Auðvitað stendur neitunarvaldið enn, en það verður ekki brúkað af Íslands hálfu á meðan þessar beinlausu undirtyllur búrókrata í Brussel fá enn einhverju ráðið.“

 

Ekki leiðin út úr kreppunni

Þorgerður bendir á að alheimskreppan sem nú er skollin á verði ekki leyst með múrum og einangrun.

„Hún verður heldur ekki leyst með því að ala á sundrung, tortryggni og ótta. Hún verður þvert á móti leyst með samvinnu og samtali þjóða. Með því að tengja saman vísindafólk, vinna bug á falsfréttum og með því að byggja á upplýstri umræðu. […] Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að spyrna gegn því að einstaklingar, stjórnmálaflokkar og þjóðarleiðtogar sem og fjölmiðlar fái svigrúm til að vega að sjálfsögðum mannréttindum, upplýsingafrelsi, sjálfstæði dómstóla og lýðræði.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt