fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 14:14

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spyr í nýrri Facebookfærslu hvort Íslendingar vilji virkilega fara þá leið að skipta Icelandair út fyrir önnur fyrirtæki sem hafi ekki hag launafólks á Íslandi fyrir brjósti. Aðilar sem veigri sér ekki við að sækja vinnuafl til útlanda þar sem launakostnaður sé lægri.

„Rætt hef­ur verið um að flug­fé­lög­in Blá­fugl (e. Bluebird Nordic) og Play geti fyllt í skarðið fari svo að Icelandair verði gjaldþrota. Þannig væri hægt að halda uppi flug­sam­göng­um til og frá land­inu tíma­bundið.

Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“

Fá hér flugfélög í skattaskjólsbraski sem veigra sér ekki við að úthýsa störfum til Indlands eða Filippseyja eða hverra landa sem réttindi og laun eru lægst fyrir mestu vinnuna? Setja svo restina á gerfiverktöku í gegnum starfsmannaleigur?“

Ragnar Þór hefur gagnrýnt Icelandair harðlega undanfarið vegna framgöngu þeirra gagnvart starfsmönnum sínum og kjaramálum þeirra, en líkt og áður hefur verið greint frá þá krefst félagið þess að stærstu þrjár starfsstéttir félagsins, flugfreyjur, flugþjónar og flugvirkjar, sættist á töluverða kjaraskerðingu. Flugmenn og flugvirkjar hafa samið við Icelandair en flugfreyjur eru enn í viðræðum og vilja ekki gefa eftir réttindi til frambúðar. Ragnar segir að þó hann hafi vissulega gagnrýnt félagið, þá komi hann samt með að styðja björgun félagsins um leið og réttindi félagsmanna VR í starfi hjá félaginu séu tryggð.

„Þó ekki sé út frá flugöryggis sjónarmiðum hlýtur metnaður okkar að vera meiri en þetta.

Ég hef gagnrýnt stjórnendur Icelandair harðlega fyrir framgöngu sína gagnvart starfsfólki félagsins en mun beita mér af krafti fyrir björgun þess þegar stjórnendur hafa tryggt framtíð félagsmanna okkar án þess að gengið verði á réttindi þeirra og launakjör.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins