fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 18. maí 2020 12:09

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Icelandair skuldar bandaríska bankanum CIT tæplega níu milljarða. Skuldin er sökum lántöku flugfélagsins vegna uppgreiðslu skuldabréfaflokka þar sem Icelandair uppfyllti ekki lengur skilyrði skuldabréfaútgáfu.

Þetta kemur fram í frétt Túrista.is. Talsmaður CIT vildi ekki gefa túrista svör um hvort til skoðunar væri að taka þátt í fyrirhuguðu hlutabréfaútboði Icelandair þar sem spurt var hvort til greina kæmi að breyta skuldum Icelandair í hlutafé að hluta eða öllu leyti.

í tilkynningu Icelandair til kauphallar á föstudag kemur fram að félagið vonist eftir að safna um þrjátíu milljörðum króna í nýtt hlutafé og stendur fjárfestum til boða að greiða fyrir hlutafé með skuldajöfnun. Núverandi hluthafar Icelandair greiða atkvæði um þessa tillögu á föstudaginn. Dæmi eru fyrir því að önnur flugfélög hafi gripið á það ráð að breyta skuldum í hlutafé og samkvæmt túrista.is er einn af yfirmönnum lánasviðs CIT á innherjalista Icelandair.

Í frétt Túrista er einnig bent á að Landsbankinn hafi lánað Icelandair um 11,7 milljarða í byrjun mars í fyrra gegn veði í tíu Boeing 757 þotum, en þessar vélar hafa líklega rýrnað töluvert í verði sökum aldurs og sökum þess að önnur flugfélög eru að láta af notkun slíkra véla.

Ljóst er að margir bíða með eftirvæntingu eftir niðurstöðum hluthafafundar Icelandair, enda má meta fréttaflutning síðustu vikna svo að framtíð félagsins sé í húfi. Enn er unnið að því að semja við flugfreyjur en félagið hefur gefið það út að lækkun launakostnaðar sé nauðsynlegt til að gera fyrirtækið samkeppnishæft á alþjóðavettvangi og stóðu vonir félagsins um að samningar tækjust við allar helstu starfsstéttir félagsins fyrir 22. maí til að gera fyrirtækið fýsilegra fyrir þá fjárfesta sem Icelandair vonar að seilist eftir veskjum sínum  í hlutabréfaútboðinu.

Sjá einnig: 

Er þetta raunverulega ástæðan fyrir hörkunni í kjaraviðræðum Icelandair ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins