fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Eyjan

Pólitíkin allsráðandi á stjórnarfundum RÚV – Fundargerðir „birtar“ og ljóstrað upp um Lilju

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 12:20

Lilja Alfreðsdóttir ráðherra og Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarfundir RÚV einkennast af pólitík frekar en umræðu um reksturinn, samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag, sem hefur fengið fundargerðir stjórnarfunda RÚV afhentar í krafti upplýsingalaga.

Segir í umfjöllun blaðsins að sú afhending hafi þó ekki gengið smurt fyrir sig, þar sem RÚV hafi trassað að svara beiðni blaðsins. Þegar úrskurðarnefnd upplýsingamála rak síðan á eftir RÚV með að birta gögnin, trassaði RÚV það einnig í þrjá mánuði, samkvæmt Viðskiptablaðinu.

Á endanum féllst RÚV á úrskurð nefndarinnar, en með þeim skilyrðum að má út tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum, sem innihéldu einkamál starfsmanna, til dæmis framgöngu spyrla í í kosningasjónvarpi RÚV 2018.

Óhætt er að segja að svartur túss sé ansi fyrirferðamikill í fundargerðunum.

Enn á RÚV eftir að afhenda gögn milli áranna 2013 -2017 og síðari hluta ársins 2019 til dagsins í dag.

Kúvending Lilju

Dæmi um mál sem tekin voru fyrir á stjórnarfundum RÚV er hvort stofnunin hafi átt að stofna dótturfélag um samkeppnisstarfsemina eða ekki, en ekki ríkti einhugur um það milli stjórnar RÚV, menntamálaráðuneytisins og menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur.

Því hélt stjórn RÚV að sér höndum í málinu að beiðni Lilju og menntamálaráðuneytisins, þó svo að lögin skilgreini skýrt að stofnuninni beri að stofna slíkt dótturfélag.

Lilja sagði hins vegar sjálf við Fréttablaðið að það væri stjórnar RÚV að fylgja málinu eftir, þar sem stjórnendur og stjórn hefðu unnið að málinu og brýnt væri að ná því í gegn.

Komu þessi ummæli Lilju flatt upp á stjórn RÚV samkvæmt fundargerðunum og var talað um algera „kúvendingu“  hennar frá fyrri samskiptum, en bæði ráðuneytið og stjórn RÚV hafa unnið að því að þessi lagaskylda verði felld úr gildi.

Það var ekki fyrr en eftir svarta skýrslu Ríkisendurskoðanda um starfsemi RÚV sem dótturfélagið var loksins stofnað.

Forsíða Viðskiptablaðsins í dag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Axel Freyr í Víking
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“

Hjartnæm minningarstund á Alþingi: „Glaðlyndur að eðlisfari, hnyttinn í orðum og spaugsamur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“

Ásakanir um hreinsanir hjá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar – „Nótt hinna löngu hnífa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum

Steingrímur J. kveður brátt – Vinstri græn standa á krossgötum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða