fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

ASÍ kynnir réttu leiðina

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir örskömmu hélt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) blaðamannafund þar sem að „Rétta leiðin“ kynnt. Drífa Snædal sagði að það þyrfti sýn fyrir næstu mánuði og ár.

Drífa sagði að launafólk og almenningur ætti að hafa rétt til þátttöku í ákvarðanatöku og stefnumótun þegar að mjög háar fjárhæðir úr opinberum sjóðum væru notaðar  til að styðja við atvinnulífið.

„Stærsta ógnin við íslenskt efnahagslíf í kjölfar COVID-19 er tekjumissir fólks og langvarandi atvinnuleysi.“

„Með atvinnusköpun og félagslegum aðgerðum má byggja upp sterkt samfélag til framtíðar.“

Aðgerðirnar eru í þremur liðum

  1. Bráðaaðgerðir
  2. Uppbygging til framtíðar
  3. Eftirlit

Bráðaaðgerðir

Bráðaaðgerðir snúast  aðallega um að ná tökum á heimsfaraldrinum, vernda líf og heilsu fólks og tryggja getu heilbrigðiskerfisins til að sinna þörfum almennings. Þá þarf einnig að koma í veg fyrir skyndiáföll vegna tekjumissis sem geta haft miklar afleiðingar. Þá þarf að skilyrða framlög til einkaaðila úr opinberum sjóðum til að vernda almannahag og hagsmuni komandi kynslóða.

Uppbygging til framtíðar

Uppbygging til framtíðar snýst til dæmis um að framfærsla veiti afkomuöryggi og möguleika til virkar samfélagsþátttöku. Auk þess að allir hafi aðgang að góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum og fólk þurfi ekki að verja meira en fjórðungi tekna sinna í húsnæðiskostnað.

Þá er einnig lögð áhersla á atvinnusköpun og að fólk hafi tryggingu til fullrar atvinnu. Einnig var rætt um Afleiðingar heimsfaraldursins hafa varpað ljósi á veikleika á íslenskum vinnumarkaði. Hópar launafólks búa ekki við ráðningaröryggi og fjölmargir einyrkjar eru réttindalitlir þegar áföll ríða yfir.

Síðan var einnig sett áhersla á menntun og öfluga innviði

Eftirlit

Eftirfylgnin snýst aðallega um aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, en hreyfingin gerir kröfu um að vera beinn þátttakandi í öllum ákvörðunum sem hafa áhrif á vinnumarkað sem varða framtíð og afkomu launafólks. Auk þess er sagt að samtök sem starfa í þágu almannaheilla og gæta réttinda viðkvæmra hópa eiga einnig rétt á að taka þátt í ákvarðanatöku sem þau varða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun