fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sveitarfélögin fjárfesta fyrir tugi milljarða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 07:58

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna samdráttarins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum hafa flest sveitarfélög landsins samþykkt margvíslegar aðgerðir til að reyna að draga úr áhrifunum. Forsendur fjárhagsáætlana eru hrundar en samt sem áður ætla fæst sveitarfélaganna að draga úr áður ákveðnum fjárfestingum á árinu og sum ætla jafnvel að auka þær.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Aldísi Hafsteinsdóttur, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, í umfjöllun um málið í dag.

„Mjög mörg sveitarfélög eru með gríðarlega mikið undir á árinu. Sum eru að bæta í en langflest ætla sér að halda áfram því sem þegar var ákveðið í fjárhagsáætlunum. Um er að ræða mjög háar fjárhæðir sem hlaupa á tugum milljarða sem sveitarfélögin eru að fara að fjárfesta fyrir á þessu ári.“

Er haft eftir henni. Jafnframt sagði hún að það væri merki um heilbrigði sveitarstjórnarstigsins að ráðist verði í framkvæmdir og aðrar aðgerðir í stað þess að draga saman seglin þegar áföll ríða yfir með tilheyrandi áhrifum á tekjuvonir.

„Það er hrun í útsvarstekjum, við erum ekki að fara að sjá tekjur af fasteignagjöldunum og erum líka að missa þjónustutekjur. Allir þessir tekjustofnar bresta að einhverju leyti og þá er auðvitað fátt um fína drætti til fjárfestinga og reksturs, þannig að sveitarfélögin eru mörg hver að fara að keyra sig áfram á lánum núna en þau ætla að gera það í þeirri trú að þetta sé tímabundið og að við sjáum fram á bjartari tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun