fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Ráðherrar, þingmenn og ráðuneytisstjórar fengu veglega launahækkun – Uppfært

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðamenn þjóðarinnar fengu launahækkun upp á 6.3 prósent í byrjun árs. Gildir þetta um ráðherra, þingmenn og ráðuneytisstjóra, en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afþakkaði hækkunina. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis, sem greindi fyrst frá.

Forsætisráðherra fékk því um 130 þúsund króna launahækkun á mánuði, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fá um 115 þúsund króna hækkun og þingmenn fá um 70 þúsund króna hækkun við breytinguna.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spáði í gær versta samdrætti hér á landi í heila öld, og hefur ríkisstjórnin kallað eftir samstöðu þjóðarinnar á þeim erfiðu tímum sem nú ganga yfir vegna kórónuveirunnar, með tilheyrandi dauðsföllum, atvinnuleysi og algeru hruni ferðaþjónustunnar, hvers áhrif á þjóðarbúið eru enn óvituð.

UPPFÆRT

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gert athugasemd við frétt Vísis. Hefur Eyjan breytt frétt sinni í kjölfarið:

Þessi ,,frétt“ á vísi.is er röng.

Og visir hefur allar nauðsynlegar upplýsingarnar til að fara rétt með.

Launahækkun sem átti að eiga sér stað 1.júlí í fyrra var með lögum færð til 1. janúar 2020. Þannig standa lögin þrátt fyrir að fyrir mistök í Fjársýslu ríkisins hafi sú hækkun ekki verið greidd út. Launin hækkuðu 1. jan 2020 í fyrsta skipti frá október 2016. Það er því rangt að hækkun taki gildi í sumar með afturvirkum hætti.

Við tókum svo ákvörðun á Alþingi með lagabreytingu um daginn að láta hækkunina, sem átti næst að verða 1. júlí, frestast til áramóta.

Alþingi er ekki að ákveða neinar nýjar launahækkanir. Alþingi hefur hins vegar frestað tveimur síðustu launahækkunum. Það tel ég vera ábyrgt. Launin eru lögákveðin miðað við launaþróun næsta árs á undan. Það er fyrirkomulagið sem tók við eftir að við lögðum niður Kjararáð sem tók við eftir að við lögðum niður Kjaradóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“

Icelandair sagt „ógeðslegt“ fyrirtæki – „Með því viðbjóðslegasta sem ég hef séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“

Vill skoða aðrar útfærslur á sýnatökugjaldi í Leifsstöð – „Ættum að kalla þessa gjaldtöku pólska skattinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“

Verkfræðiprófessor boðar nýstárlega samgöngulausn fyrir Miklubraut -„Hefur hvergi sést áður“