fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Þetta vill Vilhjálmur að bankarnir geri til að bjarga heimilum og fyrirtækjum – „Eina vitið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrrverandi varaforseti ASÍ, segir að ef viðskiptabankarnir bjóði heimilum og fyrirtækum greiðslufrest í allt að eitt ár, sé hægt að bjarga heimilum og fyrirtækjum landsins undan efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Þetta blasi við, ekki síst þar sem tveir af þremur stærstu viðskiptabönkunum séu í eigu ríkisins:

„Ég tel í ljósi þess að ríkið á stóra hluti í tveimur af viðskiptabönkunum að þá sé eina vitið að bjóða heimilum og fyrirtækjum greiðsluhlé í allt að eitt ár og vextir og afborganir á umræddu tímabili myndu leggjast á höfuðstólinn. Samhliða þessu þyrfti að lengja í lánum sem því næmi,“

segir Vilhjálmur og bætir við:

„Með þessu væri hægt að hjálpa þeim gríðarlega fjölda launafólks sem hefur misst vinnuna sem og öllum þeim sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna skerts starfshlutfalls. Þetta myndi einnig hjálpa fyrirtækjunum og draga enn frekar úr því að launafólk missti lífsviðurværi sitt vegna greiðsluerfiðleika atvinnulífsins. Verjum störfin og verjum heimilin!“

Fresti aðeins vandanum

Lausn Vilhjálms er þó ekki laus við gagnrýni, bent er á að aðeins sé verið að fresta vandanum og ekki sé viturlegt að bæta við höfuðstól lána. Það þekki þeir best sem tekið hefðu verðtryggð lán.

Vilhjálmur svarar því til að sú lausn sé þó skynsamlegri en að missa húsnæði sitt vegna tímabundins ástands.

Vilhjálmur sagði af sér embætti varaformanns ASÍ á dögunum, þar sem sló í brýnu milli hans og forystu ASÍ um ágæti þess að fara lífeyrisleiðina svokölluðu og fresta launahækkunum kjarasamninga, sem ASÍ var ekki tilbúið að gera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum