fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Ölgerðin lækkar bjórverð í 188 krónur – Lækkunin sögð vegna Covid-19

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. apríl 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil dós af Carlsberg bjór kostar nú 188 krónur, en kostaði 289 krónur áður. Lækkunin nemur 37 prósentum. Morgunblaðið greinir frá. Haft er eftir Guðmundi Pétri Ólafssyni, sölu- og markaðsstjóra Ölgerðarinnar í Morgunblaðinu í dag að þetta sé gert í ljósi þeirra sérstöku tíma sem nú séu uppi.

Hinsvegar er það einnig haft eftir Guðmundi að krónutala bjórverðsins sé vísun í ártalið 1880, þegar vísindamaðurinn Emil C. Hansen er sagður hafa umbylt bruggaðferðum lagerbjórs á rannsóknarstofu Carlsberg og deilt með öðrum bruggmeisturum.

Guðmundur segist eiga von á góðum viðbrögðum við tilboðinu og nefnir að framleiðslan hafi verið aukin verulega miðað við sama tíma í fyrra, en Carlsberg sé með um 1.5% hlutdeild af markaði hér og sé meðal 20 söluhæstu tegunda ríkisins.

Töluverð aukning hefur orðið í sölu áfengis í verslunum ÁTVR eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Þess skal beint til lesenda að fara varlega í neyslu áfengis nú sem endranær, ekki síst ef börn eru á heimilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar