fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Logi hneykslaður – Laun hjúkrunarfræðings á gjörgæslu lækkuð um 41 þúsund krónur á tímum COVID-19

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, furðar sig á því að ekki hafi verið samið við hjúkrunarfræðinga. Hann vakti athygli á færslu hjúkrunarfræðings á Facebook þar sem hún lýsir því að á þessum álagstímum í vinnu hennar, hafi laun hennar lækkað og ekkert sé að frétta í kjaraviðræðum.

Nú um mánaðarmótin var svonefndur vaktaálagsauki tekinn af hjúkrunarfræðingum. Greiðslurnar áttu upphaflega að vera tímabundar til að stuðla að bættri mönnun á vaktir. Aðgerðirnar voru ítrekað framlengdar þar til Landspítalinn ákvað að láta við nema í haust í kjölfar umfangsmikilla hagræðinga í rekstri til að mæta tapi sjúkrahússins.

Hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni í Fossvogi vakti athygli á stöðunni en laun hennar lækkuðu um 41 þúsund krónur núna um mánaðamótin sökum þess að vaktaálagsauki var afnuminn.

Hún skrifaði því færslu á Facebook þar sem hún lýsti álaginu í vinnunni þessa tímanna og hversu súrt það er að hjúkrunarfræðinga séu enn samningslausir og að lækka í launum þegar álagið hefur sjaldan verið jafn  mikið.

„Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót. Ég var að koma úr frábæru og gefandi vinnunni minni á gjörgæslunni í Fossvogi, starfinu mínu sem ég elska! Vaktin var sérlega strembin í dag, ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,4 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit.  Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni (eitthvað sem allir sem vinna þar gera við þessar aðstæður). Og hjúkrunarfræðingar eru samningslausir… og já og launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag. Það hlýtur einhver að setja bráðum við mig og samstarfsfólk mitt 1. apríl… eða ekki.“

Logi Einarsson vakti athygli á færslunni og sagði þetta ósmekklegt og ekki mikinn þakklætisvott til þeirra aðila sem nú standa vaktina fyrir okkur öll í samfélaginu.

„Þetta eru nú ekki mjög smekkleg skilaboð eða þakklætisvottur til fólksins sem stendur í framlínunni við erfiðar aðstæður á hrikalegum tímum.

Það þarf að semja strax við hjúkrunarfræðinga og aðrar stéttir sem ósamið er við“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé