fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Eyjan

Örlygur og Hulda stinga saman nefjum á Sigló

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. mars 2020 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætla að leyfa mér að birta þessa mynd. Hún er tekin við opnun sýningar Huldu Hákon í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í gær. Eins og kom fram í þáttunum Siglufjörður, saga bæjar, er Alþýðuhúsið nú listamiðstöð og vinnustofa listakonan Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Öllu Siggu eins og hún er kölluð. Sýningin hefur yfirskriftina Það sem bátsmaðurinn sagði. Hér er eitt verkanna.

Þarna stinga saman nefjum við sýningaropnunina tvær uppáhaldpersónur í lífi mínu. Listakonan Hulda, svo heil og sönn, sem miðlar sinni einstöku sýn á lífið í sínum litríku, húmorísku og stundum angurværu verkum. Við höfum þekkst í marga áratugi við Hulda – alveg frá því við sáumst fyrst á Mokka þegar við vorum ung.

Svo er þarna Örlygur Kristfinnsson. Honum hef ég kynnst í ferðum mínum á Siglufjörð undanfarin ár. Örlygur er einstakur hugsjónamaður. Það er hann sem er á bak við uppbyggingu Síldarminjasafnsins – það er safn á heimsmælikvarða. Hann er myndlistarmaður og listfengur með afbrigðum, gerir upp gömul hús – Örlygur er sérlega fróður og svo er hann rithöfundur góður eins og sjá má í Svipmyndum úr síldarbæ, það eru tvær bækur um bæjarlífið á Siglufirði sem hann skrifaði og gögnuðust mér mikið við gerð sjónavarpsþáttanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furða sig á ákvörðun sveitarstjórnar um að kaupa gamalt flugvélarflak

Furða sig á ákvörðun sveitarstjórnar um að kaupa gamalt flugvélarflak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum

Þessir þingmenn hafa eytt mestu skattfé í ferðalög – Bróðir seðlabankastjóra trónir á toppnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn