fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 17:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 2.937 milljónum króna í febrúar. Er um næststærsta mánuð frá upphafi að ræða á kvarða útflutningsverðmæta. Þetta er 50% aukning í krónum talið frá febrúar í fyrra en um rúm 46% á föstu gengi. Magnaukningin er svipuð, eða um rúm 45% samkvæmt tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem byggja á tölum Hagstofu Íslands.

Skjótt skipast veður í lofti

„Vart þarf að nefna þau gríðarlegu umskipti sem orðið hafa á heimsbúskapnum í kjölfar COVID-19 frá því í febrúar. Áhrif þessa munu eflaust gæta í tölum marsmánaðar, en Hagstofan birtir bráðabirgðatölur um vöruskipti í mars þann 6. apríl,“

segir í tilkynningunni:

„Eldisfyrirtæki hafa ekki farið varhluta af ástandinu fremur en aðrar atvinnugreinar. Má nefna verulegan skell á eftirspurnarhliðinni, sér í lagi fyrir ferskar afurðir, og verðlækkanir. Þá hefur ástandið haft mikil áhrif á dreifikerfi, en stór hluti hefðbundna dreifileiða, „HORECA“, hafa lokast. Það er helsta dreifi- og söluleið fyrir íslenskar eldisafurðir til veitingahúsa, stóreldhúsa, heildsala og ferskfiskmarkaða. Eflaust eru áhrifin tímabundin, en mjög erfitt er að leggja mat á heildaráhrifin að svo stöddu þar sem ástandið breytist dag frá degi. Hvað sem því líður er þó deginum ljósara, í ástandi sem þessu, hversu miklu máli skiptir fyrir lítið opið hagkerfi, eins og það íslenska, að útflutningur sé sem fjölbreyttastur. Eru ofangreindar tölur um aukinn útflutning eldisafurða því jákvæð tíðindi.“

Mestu munar um lax
Hvað útflutningsverðmæti í febrúar varðar, munaði mest um eldislax þó aukningin hafi verið hlutfallslega meiri á silungi. Nam útflutningsverðmæti eldislax 2.263 milljónum króna í mánuðinum samanborið við 1.530 milljónir á sama tíma í fyrra. Það er 48% aukning í krónum talið. Útflutningsverðmæti silungs, sem er aðallega bleikja, nam 629 milljónum króna í febrúar samanborið við 337 milljónir í sama mánuði í fyrra. Jafngildir það aukningu upp á 87%. Talsverður samdráttur varð á útflutningsverðmæti annarra eldisafurða, en verðmæti þeirra nú í febrúar nam 45 milljónum króna samanborið við 92 milljónir í febrúar í fyrra.

Um 26% aukning milli ára
Sé tekið mið af fyrstu tveimur mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í tæpa 5,5 milljarða króna samanborið við tæpa 4,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Það er um 26% aukning milli ára. Hefur útflutningur aukist til allra svæða á þennan kvarða, að ESB löndum undanskildum þar sem lítilsháttar samdráttur varð á tímabilinu. Hlutfallslega er aukningin mest til Asíu, sem að stærstum hluta má rekja til Kína. Eftir sem áður fer langstærsti hluti eldisafurða til Bandaríkjanna og Evrópu, en samanlögð hlutdeild þessara svæða miðað við útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu tveimur mánuðum ársins er 91%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega