fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Eyjan

Brynjar styður áfengisfrumvarp Áslaugar og skilur ekki þessi læti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 16:31

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar deilur hafa geisað í samfélaginu um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum þess efnis að netverslun með áfengi innanlands verði gerð lögleg. Áslaug hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frumvarpið og ummæli sín um það opinberlega, meðal annars frá foreldrasamtökum sem beita sér gegn áfengisneyslu.

Rétt í þessu barst ályktun frá IOGT samtökunum um málið þar sem segir:

„Bindindissamtökin IOGT á Íslandi skora á stjórnvöld að tryggja áfengisvarnir í landinu. Áfengisvarnir Íslands eru á heimsmælikvarða vegna sterkra laga um sölu áfengis. Árangurinn sem við höfum náð er svo eftirtektarverður að fjölmörg önnur ríki sækjast eftir okkar aðferð. Allar tilslakanir á áfengislögum eru ógnun við þann góða árangur sem við höfum náð og framtíðarlýðheilsu samfélagsins.

Áfengi er eitur þó leyfilegt sé að selja það undir sérstöku eftirliti. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvetur allar þjóðir heims til að draga úr áfengisneyslu. WHO mælir með sterkustu leiðunum sem eru: Einkasala ríkisins á áfengi, áfengisauglýsingabann, hátt verð og hár áfengiskaupaaldur.

Nú eru allir á þeirri skoðun í ljósi COVID-19 að það borgar sig að fara eftir leiðbeiningum WHO. Það er alvarlegt mál að vinna gegn lýðheilsu samfélagsins eða að tala niður ráðleggingar þar um bara til að þóknast áfengisiðnaðinum.

Það má herða áfengislögin og taka fyrir alla vefverslun með áfengi en bent hefur verið ítrekað á þau mistök sem voru gerð við breytingar á áfengislögum 2009 að taka ekki fyrir vefsölu áfengis.“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur hins vegar mikinn misskilning vera í gangi í þessari umræðu. Frumvarpið snúist hvorki um lýðheilsu ná afnám einkaréttar ÁTVR á áfengissölu. Brynjar orðar þetta svo í stuttum pistli:

Einkennileg læti eru yfir frumvarpi dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Þetta mál hefur hvorki með lýðheilsu né afnám einkaréttar ÁTVR á sölu áfengis að gera, hvað þá þessa COVID veiru. Málið snýst um jafnræði þannig að þeir sem hafa íslenska kennitölu og reka netverslun sem endar á .is geti selt okkur áfengi í gegnum netið eins og þeir sem eru með netverslun sem endar .com.

Mismunun af þessu tagi stenst auðvitað ekki nokkra skoðun. Kemur mest á óvart að frjálslyndu umbótaöflin í Samfylkingunni skuli vilja mismuna fyrirtækjum eftir búsetu. Löngu búinn að átta mig á því að allt jafnræðistal og barátta gegn mismunun á þeim bæ er bara hentistefna. Prinsipplaust fólk upp til hópa myndu einhverjir segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Ljós í myrkri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu

Orðið á götunni: Raunveruleikaflótti þingmanns á jólaföstu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup