fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Segir Gunnar Smára óheiðarlegan kapítalista í sauðargæru – „Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptafræðingurinn Felix Rafn Felixson sakar  Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, um óheiðarleika í aðsendri grein á Vísi í dag.

Hann segir virðingarvert að fólk skipti um skoðun og breyti lífi sínu því samkvæmt en telur að Gunnar Smári hafi eitt sinn verið kapítalisti og sé það í raun ennþá:

„Eftir að hafa fylgst með málflutningi Gunnars Smára og fylgisveina hans, þá helst á málgagni þeirra midjan.is og öðrum vinstri sinnuðum miðlum, þá hefur læðst að mér sá grunur að Gunnar Smári sé ekki eins heiðarlegur í viðsnúningi sínum og hann vill láta líta út fyrir. Sá grunur læðist á mér að hann sé alveg eins mikill kapítalisti og áður. Hann kom bara auga á gott viðskiptatækifæri. Stofna stjórnmálaflokk, koma fram með málflutning sem höfðar til viss hóps fólks og fá þannig fjármagn frá ríki og öðrum styrktaraðilum til að tryggja sjálfum sér tekjur. Snilldarbragð.“

Felix segir einnig að sósíalismi muni aldrei virka og Gunnar Smári viti það vel:

„Jafn gáfaður maður og Gunnar Smári veit þetta. Enda er ekki takmarkið að koma á sósíalistastjórnkerfi á Íslandi. Takmarkið er að reka fyrirtækið með hagnaði og helst sem lengst. Verð að viðurkenna að miðað við árangur Gunnars Smára á þeim vettvangi þá er ég ekki bjartsýnn á að það muni ganga lengi. En er á meðan er.“

Felix segir að hreinn kapítalismi gangi heldur ekki upp og óttast að auður safnist á fárra hendur, sem og misskiptingu valds og stéttarskiptingu. Gunnar Smári ætti að einbeita sér að því:

„Til að kapítalismi þjóni öllum þarf skýrt og strangt regluverk til að koma í veg fyrir að þeir sem eiga auðinn misnoti vald sitt. Gunnar Smári ætti frekar að vera að berjast fyrir þeirri breytingu en ekki reyna að fá fólk til að trúa því að fílósófía sem hefur leitt af sér heimstyrjöld, fasisma og útrýmingu yfir 100 milljóna manna muni leiða til betra samfélags en það sem við búum við í dag. Að telja fólki trú á útópíu sósíalismans til að hámarka hagnað fyrirtækisins dansar allavega á línu þess sem kallast siðlegt.“

Var kapítalisti hjá Dagsbrún

Gunnar Smári var nýlega í ítarlegu viðtali við Mannlíf. Þar segir hann frá sögu sinni sem kapítalista, er hann gerðist yfirmaður Dagsbrúnar, fjölmiðlahluta 365 hvar hann gerðist síðar forstjóri.

Það fór illa að lokum og segir Gunnar Smári að hann hafi verið gerður að blóraböggli. Þar segir Gunnar meðal annars:

„Eftir hrun var ég flokkaður meðal helstu gerenda í bólunni sem leiddi til hrunsins, var settur á lista í fjölmiðlum með stórkapítalistum eins og ég hafi verið einhver auðmaður. Það segir hins vegar allt um stöðu mína að mín er hvergi getið í rannsóknarskýrslum Alþingis, blandaðist á engan hátt í nokkurt af hrunmálum saksóknara, var ekki einu sinni vitni, var ekki í Panamaskjölunum og tengdist engum slíkum málum. Samt bý ég enn þá við það í dag að fólk talar til mín eins og ég sé einn af helstu gerendum hrunsins.“

Þess skal getið að Felix er varamaður í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, en hann var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn og félagshyggjufólk árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“

Brynjar skilur ekki neyslurými en vill afglæpavæða neyslu – „Þetta er bara einhver þvæla“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“

Skildu Björn Leví útundan – „Fundi er þá slitið í snarhasti og allir yfirgefa fundinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum

Frambjóðandi kærir RÚV og framkvæmd forsetakosninga – Krefst sönnunar á Covid-19 sjúkdómnum