fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

Vilhjálmur hneykslaður -„Enn og aftur hefur græðgin heltekið fjármálakerfið“ – Sjáðu hvað bankarnir rukka fyrir að frysta lánið þitt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. mars 2020 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fékk tölvupóst frá manni sem er að nýta sér úrræði um tímabundna frystingu á láni sem hann er með hjá Íslandsbanka, en viti menn, græðgi Íslandsbanka er algjör ef satt er, því hann þarf að greiða 11.500 krónur við að láta frysta lánið í þrjá mánuði eða svo,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í færslu á Facebook í dag.

Hann spyr hvor fjármálakerfið ætli sér „enn og aftur að misnota sér neyð almennings við fordæmalausar aðstæður“:

„Aðstæður þar sem þúsundir launafólks á hættu að missa lífsviðurværi sitt og þúsundir sem þurfa að taka á sig skert starfshlutfall.“

Kostnaður allt að 30 þúsund krónur

„Ég veit að nú þegar hafa uppundir 2000 einstaklingar óskað eftir frystingu á lánum sínum tímabundið vegna þessa ástands og spurning eru allar fjármálastofnanir að rukka sína viðskiptavini um 11.500 kr. fyrir það eitt að frystalánið tímabundið?“

spyr Vilhjálmur, en bætir síðan við að Arion banki taki meira en helmingi meira fyrir sömu þjónustu:

„Viðbót við þessa færslu: Var að fá annan póst og gögn frá öðrum manni þar sem fram að kostnaður við að frysta húsnæðislán í 3 mánuði sé 30.000 krónur kallað „skjalagjald“ en hér erum um að ræða Arion banka.

Það er þá orðið ljóst að enn og aftur hefur græðgin heltekið fjármálakerfið og mér sýnist sem hrægammarnir í bankakerfinu séu búnir að hefja sig aftur til flugs og bíða eftir að læsa klónum enn og aftur í varnarlausan almenning.“

Samkvæmt þjónustufulltrúa Landsbankans kostar 10 þúsund krónur að frysta lán hjá þeim.

Uppfært- 13.35

Arion banki hefur komið á framfæri athugasemd vegna fréttarinnar:

„Arion banki tekur ekki þóknun í tengslum við greiðsluhlé íbúðarlána vegna COVID-19. Hins vegar koma til opinber gjöld eins og t.d. þinglýsingargjald. Hafi viðskiptavinur greitt gjald til bankans umfram opinberu gjöld þá er einfaldlega um mistök að ræða sem verða leiðrétt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni