fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Eyjan

Grímulaus gagnrýni Frosta á Þórólf og grímuleysið – „Augljóslega ekki rétt“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. mars 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sóttvarnarlæknir hefur sagt að það sé óþarfi að nota grímur, nema maður sé að hjúkra covid-19 sjúklingi. Það er augljóslega ekki rétt,“

segir viðskiptafræðingurinn og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Frosti Sigurjónsson, sem hefur verið duglegur að gagnrýna stjórnvöld vegna viðbragða hennar við Covid-19 faraldrinum.

Hann leggur áherslu á notkun andlitsgríma til að verjast veirunni,og segir þær geta gert gæfumun, þar sem veiran geti „svifið innanhúss“ í allt að þrjá klukkutíma og borist með þeim sem eru einkennalausir. Þannig berist hún með tali, útöndun og söng, ekki bara með hósta og hnerra:

„Í löndum Asíu nota nær allir grímur til að draga úr fjölda veira sem berast ofan í lungu, og ekki síður til að forðast að dreifa óvart veirum með útöndun. Gríma útilokar að fingur fari upp í vitin ómeðvitað. Á meðan lífshættuleg veira er í umhverfi okkar og þúsundir ógreindra smitbera í samfélaginu getur gríma gert gæfumun,“

segir Frosti og bætir við að almenningur eigi ekki að nota bestu grímurnar, heldur þær næst-bestu, því heilbrigðisstarfsfólk þurfi þær bestu:

„Auðvitað viljum við að hjúkrunarfólk fái bestu grímurnar, en við getum notað þær næst bestu. Jafnvel einfaldar grímur geta fækkað þeim veirum sem sleppa ofan í lungun. Allar grímur stoppa fingurnar í því að fara ómeðvitað í vitin. Notum grímur.“

Veiran berst samt ekki um andrúmsloftið meðal almennings í þrjá tíma, líkt og Frosti talar um. Í þeim tilfellum er verið að vísa til aðstæðna sem geta komið upp á sjúkrahúsum, en ekki úti í samfélaginu, líkt og lesa má um í grein sem afsannar ýmsar mýtur sem komist hafa á kreik um kórónavírusinn.

Getur veitt falskt öryggi

„Það hefur í sjálfu ­sér ekki mikið segja að nota and­lits­grímu til að verja sjálfan sig,“ sagði Þórólfur þann 16. mars á blaðamannafundi og benti á að grímur og hanskar gætu veitt falskt öryggi.

Grímurnar virkuðu aðeins í ákveðinn tíma, þegar þær yrðu blautar í gegn gerðu þær ekkert gagn. Þórólfur hefur áður sagt að sumar grímur loki ekki alveg fyrir nef og munn, og því geti veiran smogið sér inn um hliðarnar á grímunum.

Heilbrigðisstarfsfólk er hinsvegar með þróaðri grímur sem notaðar eru til að sinna smituðum sjúklingum, auk þess sem smitaðir fá slíkar grímur í sumum tilfellum, samkvæmt Ölmu Möller landlækni.

Samkvæmt frétt The Guardian geta andlitsgrímur veitt fimmfalda vernd í samanburði við engar grímur, samkvæmt rannsóknum, en aðrar rannsóknir benda einnig til þess að það hlutfall sé lægra.

Á vef landlæknis segir um grímunotkun:

Grímur nýtast best þegar veikir nota þær til að hindra dreifingu dropa en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, s.s. fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða aðra viðbragðsaðila þegar þeir hlúa að veikum.“

Á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er aðeins ráðlagt að nota grímur í nánd við smitaðan einstakling. Minnt er á að grímurnar séu einnota og ef þú sjálfur sért ekki smitaður eða að hjúkra smituðum, þá sértu í raun að sóa þessari takmörkuðu auðlind sem grímurnar eru.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólafur Hand sýknaður

Ekki missa af

Ekkert tekjublað 2020
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Grunar Gallup um græsku eftir skellinn í gær – „Fyrrverandi Kaupþingsmenn sem eru með dóma á sér“

Grunar Gallup um græsku eftir skellinn í gær – „Fyrrverandi Kaupþingsmenn sem eru með dóma á sér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vill að Þórdís verði svipt ráðherratitli sínum

Vill að Þórdís verði svipt ráðherratitli sínum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka

Bæjarfulltrúi gefur launahækkun sína til góðgerðarsamtaka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fylgi ríkisstjórnar stökkbreytist milli kannanna -„Svolítið lýsandi fyrir Ríkisútvarpið“

Fylgi ríkisstjórnar stökkbreytist milli kannanna -„Svolítið lýsandi fyrir Ríkisútvarpið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkisstjórnin vilji uppsagnir frekar en áætlanir – „Eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt“

Ríkisstjórnin vilji uppsagnir frekar en áætlanir – „Eins og aparnir þrír sem vilja ekki sjá, heyra eða segja neitt illt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Öryrkjar kröfðust fjárnáms hjá TR – Forstjórinn boðaður til fyrirtöku hjá sýslumanni

Öryrkjar kröfðust fjárnáms hjá TR – Forstjórinn boðaður til fyrirtöku hjá sýslumanni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnlaugur segir forsetakosningar nauðsynlegar – „Efnahagslegu stórslysi var forðað með þessari ákvörðun“

Gunnlaugur segir forsetakosningar nauðsynlegar – „Efnahagslegu stórslysi var forðað með þessari ákvörðun“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort ríkisstjórnin muni springa út af varnarmálunum

Spyr hvort ríkisstjórnin muni springa út af varnarmálunum