fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Eyjan

Dæmalaus samdráttur í umferðinni vegna Covid-19 – „Kann að gefa vísbendingu um það hvernig smitþróun sjúkdómsins verður“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. mars 2020 10:03

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid-19 faraldurinn hefur mikil áhrif á umferð samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Þann 20. mars hafði umferðin dregist saman um 10,1% miðað við sama tímabil á síðasta ári, sem er fáséður samdráttur á höfuðborgarsvæðinu. Samdrátturinn jafngildir rúmlega hálfu prósentustigi á sólarhring, en miðað er við þrjá staði.

Umferð dróst mest saman á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk en þar hefur orðið 15,3% samdráttur í heild, eða sem nemur tæpu prósenti á sólarhring.

„Þessi samdráttur,  á Hafnarfjarðarvegi, verður að teljast gríðarlegur þar sem fá dæmi ef nokkur eru um slíkt, haldi þetta áfram eða verður viðvarandi út mánuðinn, sem alls ekki er óhugsandi vegna nýlegs samkomubanns og þróunar Covid-19 faraldursins í samfélaginu,“

segir á vef Vegagerðarinnar:

„Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig umferðin þróast á næstu vikum, sérstaklega þegar horft er til þess að hámark dreifingar sjúkdómsins gæti orðið um miðjan apríl. Það gæti því verið að vænta lágpunktar í magni umferðarinnar þá. Þannig að umferðin kann að gefa vísbendingu um það hvernig smitþróun sjúkdómsins verður.“

Samdrátturinn skiptist svona niður:

  • Hafnarfjarðarvegur, við Kópavogslæk    15,3%
  • Reykjanesbraut við Dalveg                         9,1%
  • Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku       7,0%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar

Þetta ætlar Hafnarfjarðarbær að gera vegna Covid 19 – Aðgerðir bæjarstjórnar samþykktar
Eyjan
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið

Útflutningsverðmæti fiskeldis í febrúar það næsthæsta frá upphafi – Mikil óvissa með framhaldið