fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Eyjan

Björn Leví sagður hafa bjargað lýðræðinu sem var hætt komið á Alþingi – Varað við „þekktri aðferð“ stjórnvalda á krísutímum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. mars 2020 16:09

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þekkt er að stjórnvöld geti notað árferði krísu til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í meirihluta borgarstjórnar og nefnir að lýðræðið hafi verið hætt komið á dögunum þegar lagt var fram frumvarp sem hefði veitt sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórnum hálfgert alræðisvald:

„Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum var frumvarp lagt fyrir þingið um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá hvaða ákvæði sveitarstjórnarlaga sem er. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Því fagna ég að ríkisstjórnin hafi tekið tillit til athugasemda og takmarkað og gjörbreytt upprunalegu frumvarpi. Í dag afgreiddi borgarstjórn tillögu byggt á endanlegu frumvarpi.“

Yfirskyn öryggis

Dóra Björt segir að ekki megi afsaka allar gjörðir yfirvalda með öryggisrökum og sérstökum aðstæðum:

„Ef við ætlum að standa undir því að kallast lýðræðisríki verðum við að standast þá prófraun að leyfa hvað sem er undir því yfirskyni að það snúist um öryggi og sérstakar aðstæður. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd. Og þetta segi ég sem fulltrúi meirihluta í borgarstjórn.“

Björn Leví til bjargar

Þingmaður pírata, Smári McCarthy, tekur undir orð Dóru og greinir frá því að þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson, einnig pírati, hafi komið lýðræðinu til bjargar í umræddu máli:

„Björn Leví náði að laga vont frumvarp sem hafði góðan ásetning í tæka tíð, eins og Dóra rekur hér ─ en við þurfum öll að vera vakandi fyrir því að ekki verði gengið of langt í að takmarka eða afnema lýðræðislegu vinnubrögðin.“

Smári, sem sjálfur greindist með Covid-19 sjúkdóminn, segir að slík þróun eigi sér stað um allan heim í fárinu sem fylgir faraldrinum:

„Það hafa nokkrir haft samband við mig undanfarna daga vegna lagabreytinga sem verið er að reka í gegn í ýmsum löndum þar sem grafið er undan aðkomu minni hluta að ákvarðanatöku, eða jafnvel búið til nokkurskonar einræði ─ undir því yfirskini að það sé óhjákvæmilegt vegna neyðarástandsins. Sem er auðvitað fásinna. Það bíður okkar allra barátta við að ná lýðræðinu til baka, þegar þessi faraldur er yfirstaðinn. Besta leiðin til að þurfa ekki að endurheimta lýðræðið er að glata því ekki til að byrja með.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka

Hörður segir Samfylkinguna blekkja og rugla varðandi sölu Íslandsbanka
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum

Ármann fer fögrum orðum um umdeildar áætlanir Kópavogs – Íbúar mótmæla áformunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“

Gunnar Bragi vill fá að sjá bóluefnasamningana – „Það voru mistök að treysta Evrópusambandinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s

Þórarinn í Spaðanum vill kaupa Domino‘s