fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

230 milljarða aðgerðir stjórnvalda í ljósi veirufaraldurs

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 21. mars 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagslegar aðgerðir í fyrsta áfanga ríkisstjórnarinnar munu kosta 230 milljarða króna, jafngildi 8 prósenta af landsframleiðslu. Brúarlán til fyrirtækja í rekstarvanda og sérstakur barnabótaauki eru á meðal þeirra efnahagslegu aðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boðuðu til blaðamannafundar í Norðurljósum í Hörpu í dag. Til umfjöllunar á fundinum voru fjölþættar aðgerðir stjórnvalda upp á um níutíu milljarða króna, sem eru viðbrögð vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar hér á landi.

Stjórnvöld munu ráðast í fleiri aðgerðir sem ætlað er að ýta undir eftirspurn og örva efnahagslífið, en fyrirtækjum verður gefinn kostur á að fresta greiðslum opinberra gjalda til næsta árs til að bæta lausafjárstöðu í atvinnurekstri og gistináttaskattur verður afnuminn til ársloka 2021.

Útlánasvigrúm verður aukið með lækkun bankaskatts og ríkisábyrgð á lánum til lífvænlegra fyrirtækja, sem er ætlað að auðvelda þeim að standa í skilum, sérstaklega vegna launagreiðslna.

„Með þessu erum við að fylgja fordæmi margra Evrópuríkja sem hafa staðið fyrir því að ríkið í þessu tilfelli munum við gera það gegnum seðlabankann – tryggir ákveðna ábyrgð á lánveitingum fjármálafyrirtækja til fyrirtækja,“ sagði Katrín á fundinum.

Stjórnvöld munu í krafti hlutastarfaleiðarinnar greiða allt að 75 prósent launa starfsfólks sem lækkar í starfshlutfalli, að hámarki 700 þúsund krónur, og gera þannig launafólki og atvinnurekendum kleift að halda ráðningarsambandi. Úrræðið gildir næstu tvo og hálfan mánuð en reynslan af úrræðinu verður endurmetin í maí.

Farið verður í sérstakt 20 milljarða króna fjárfestingarátak árið 2020, þar sem hið opinbera og félög þess setja aukinn kraft í samgöngubætur, fasteignaframkvæmdir, og upplýsingatækni, auk þess sem framlög verða aukin í vísinda- og nýsköpunarsjóði. Fram kom á fundi ráðherranna að inntak þess átaks verður nánar kynnt innan skamms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“