fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Eyjan

Stjórnarandstaðan vill fá að vera með í ráðum – Engin krafa um þjóðstjórn, en… -„Ekki skrýtið að einhverjum dytti það í hug“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna kvarta yfir skorti á samráði ríkisstjórnarinnar vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í Fréttablaðinu í dag.

Þetta á sérstaklega við um viðbrögðin vegna efnahagslegra áhrifa Covid-19, en Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það miður að stjórnarandstaðan fái enga aðkomu að því máli:

 „Þegar kemur að þessum stóra aðgerðarpakka, sem hlýtur að þurfa að birtast sem allra fyrst, þá höfum við ekki fengið neina aðkomu að því. Við erum samvinnufús. Þessi bráðakreppa er ekki tilkomin vegna mistaka eða hagstjórnarvillu stjórnvalda, heldur utanaðkomandi og ófyrirséð. Því er eðlilegt að sem flestir flokkar úr þinginu sameinist um aðgerðirnar.“

Lýðræðið þurfi að virka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins tekur í sama streng, en viðurkennir þó að hann geri ekki kröfu um að vera með í ráðum í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Hann telur þó mikilvægt að færi gefist á að leggja fram hugmyndir og spyrja spurninga:

„Það er mikilvægt að þessi þáttur lýðræðisins virki, að það sé hægt að spyrja og koma ábendingum á framfæri.“

Þurfi allar hendur á dekk

„Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og ekki tíminn til að slá pólitískar keilur. En á meðan við fáum engar upplýsingar er eðlilegt að við höldum áfram að spyrja spurninga,“

segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefnir að allar hendur þurfi á dekk á svona tímum, samstarf og samtal sé nauðsynlegt.

Engin krafa um þjóðstjórn

Hvorki Logi né Þorgerður segjast hafa heyrt talað um þjóðstjórn í þessu samhengi:

„Miðað við aðstæðurnar í samfélaginu væri ekki skrýtið að einhverjum dytti það í hug, en mikilvægast er að ríkisstjórnin komi fram með skýrar og kraftmiklar aðgerðir,“

segir Logi.

Þjóðstjórn er ríkisstjórn sem mynduð er með aðild allra eða flestra þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á löggjafarþingi. Slíkar stjórnir eru yfirleitt myndaðar þegar alvarlegt kreppuástand eða stríðsástand ríkir og tryggja þarf stöðugleika. Samkvæmt skilgreiningu eru þjóðstjórnir því meirihlutastjórnir.

Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn, Þjóðstjórnin þann 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Hermanns Jónassonar. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Góðverk eru smitandi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“

Yfirlæknir á Landspítalanum – „Hvernig er hægt að fara á fætur og horfa á sjálfan sig í spegli þegar maður ber ábyrgð á þeirri ákvörðun?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar banna hunda og kattaát

Kínverjar banna hunda og kattaát
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur til stofnun sérstaks Geðráðs þar sem staðan muni aðeins versna – „Gleymum ekki geðheilsu í björgunarpökkunum“

Leggur til stofnun sérstaks Geðráðs þar sem staðan muni aðeins versna – „Gleymum ekki geðheilsu í björgunarpökkunum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið – „Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efnahagslegan veruleika“

Morgunblaðið – „Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efnahagslegan veruleika“