fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Fengu 43 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir tilstuðlan borgarstjóra – „Það er megn fýla af þessu frá upphafi til enda“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef formlega óskað eftir því í borgarráði að Innri endurskoðandi Reykjavíkur taki þetta mál til rannsóknar. Það er megn fýla af þessu frá upphafi til enda. Þetta sem birtist okkur núna er einungis lokapunkturinn,“

segir Vigdís Hauksdóttir um tap Reykjavíkurborgar upp á 43.5 milljónir vegna riftunar á samningi við Leiguafl um kaup á íbúðum við Grensásveg. Ekkert varð af fyrirhuguðum viðskiptum vegna tafa við framkvæmdir, en niðurstaðan er sú að Leiguafl fékk rúmar 43 milljónir frá Reykjavíkurborg þó svo engin viðskipti hefðu farið fram.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að borgin hafi gefið eftir upphæðina í kjölfar samkomulags sem samþykkt var að tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í borgarráði í desember, en trúnaður hafði ríkt um málið þar til honum var aflétt á fundi borgarráðs í gær.

Riftun vegna seinkunar

Reykjavíkurborg rifti samningnum við Leiguafl í desember 2018 vegna 24 íbúða við Grensásveg 12. Upphæð samningsins var 785 milljónir, en nota átti íbúðirnar undir félagslegt húsnæði borgarinnar og var unnið að því að breyta atvinnuhúsnæðinu í íbúðir.

Í mati EFLU verkfræðistofu kom fram að íbúðirnar yrðu ekki tilbúnar fyrr en ári á eftir áætlun, eftir að Vinnueftirlitið lét stöðva allar framkvæmdir þar sem aðbúnaður, holl­ustu­hætt­ir og ör­yggi starfs­manna var ekki í sam­ræmi við lög og regl­ur. Einnig hafði láðst að tilkynna Vinnueftirlitinu um verkið.

Fjallað var um aðbúnað verkamanna á staðnum í fréttaskýringaþættinum Kveik árið 2018 þar sem fram kom að ástandið gerðist ekki öllu mikið verra.

Samningi rift

Var því tekin ákvörðun hjá Reykjavíkurborg um að rifta samningum við Leiguafl, sem höfðaði mál og heimtaði 150 milljónir króna frá borginni.

Reykjavíkurborg vildi hins vegar að Leiguafl endurgreiddi kaupsamningsgreiðslu að upphæð 78.5 milljónir. Að lokum fór svo að samkvæmt samkomulagi við borgina endurgreiddi Leiguafl aðeins 35 milljónir króna af kröfu Reykjavíkurborgar og þar með fékk Leiguafl heilar 43 milljónir í kassann úr borgarsjóði, þrátt fyrir að engin viðskipti hefðu farið fram, en ætla má að Leiguafl hafi lagt út í nokkurn kostnað við breytingarnar á íbúðunum, en það var verk­taka­fyr­ir­tækið Hraun­brekka ehf. sem bar ábyrgð á verkinu.

43 milljónir fyrir ekkert

Aðrir borgarfulltrúar hafa einnig sett spurningamerki við samkomulagið, en Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna sagði þetta óábyrga meðferð opinberra fjármuna:

„Þarna er verið að kaupa ekki neitt fyrir 43 milljónir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins