fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Brynjar um bæturnar í Guðmundar – og Geirfinnsmálinu – „Stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 12:41

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir útgjaldagleði stjórnmálamanna í pistli á Vísi í dag, hvar hann fjallar meðal annars um bæturnar sem voru greiddar málsaðilum og afkomendum í Guðmundar – og Geirfinnsmálinu á dögunum, undir millifyrirsögninni Geðþótti og gæluverkefni:

„En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja.“

Hringleikahúsið

Pistill Brynjars er þó almenns eðlis og fjallar ekki sérstaklega um Guðmundar – og Geirfinnsmálið.

Hann nefnir að mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna sé að fara vel með almannafé:

„Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta.“

 Timburmenn fyrr eða síðar

Brynjar nefnir að ekki sé hægt að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti og notar samlíkingu um notkun áfengis:

„Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans