fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sakar sóttvarnalækni um að vekja falskar væntingar vegna Covid-19 – „Hjálpar okkur ekki núna að gera lítið úr vandanum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagði í gær að yfirvöld gerðu ráð fyrir 300 smitum hér á landi af völdum Covid-19 veirunnar í versta falli, sem leitt gæti um 10 manns til dauða.

Sagði hann einnig að heilbrigðiskerfið á Íslandi gæti vel ráðið við það ef Covid-19 veiran bærist hingað til lands, þó svo allt færi á versta veg:

„Þannig að ég held, að ef allt færi á versta veg og ekkert væri gert, þá myndum við ráða við það.“

Covid-19 veiran hefur leitt yfir 2.700 manns til dauða í yfir 80 þúsund smitum í 34 löndum þegar þetta er ritað. Sóttvarnalæknir segir nánast ómögulegt að koma í veg fyrir að hefta útbreiðslu veirunnar og má því búast við að hún láti á sér kræla hér á landi fyrr eða síðar, en dánarhlutfall þeirra sem smitast er milli 2-3 prósent. Er veiran sögð leggjast þyngst á þá sem eru veikir fyrir og eldri borgara.

Þórólfur sagði í gær að talið væri að einkennalaust fólk sem væri smitað, en ekki orðið veikt, gæti ekki smitað aðra af veirunni.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)  er hins vegar mögulegt að smitast af fólki sem sýnir væg einkenni eins og hósta. Því sé brýnt að fólk þvoi sér vel um hendur og gæti að því að snerta ekki aðra að óþörfu.

Falskar væntingar ?

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, undrast þessa vissu sóttvarnarlæknis um að allt fari vel. Hún segir til lítils að halda fram ósannindum, þó svo hún skilji að ekki megi valda hysteríu í samfélaginu:

„Ég virði alveg viðleitni yfirvalda til þess að róa mannskapinn og komast hjá hysteríu — en ég finn samt að það þykknar aðeins í mér þegar einhverju er haldið fram sem fær illa staðist. Þetta er nýr sjúkdómur. Við vitum sáralítið annað en það að engin lækning er til og ekkert bóluefni enn sem komið er. Sóttin breiðist hratt út um heiminn. Eina ráðið sem við höfum er varfærni, smitgát og hreinlæti. Það hjálpar okkur ekki núna að gera lítið úr vandanum eða vekja falskar væntingar um stöðu og framtíðarhorfur“,

segir Ólína.

Ekki samanburðarhæft

Hún gagnrýnir málflutning sóttvarnarlæknis og segir samanburð hans á svínainflúensunni 2009 ekki samanburðarhæfan:

„Nú er ég undrandi á ummælum sóttavarnarlæknis. Hann segir um Covid19 veiruna að hún muni verða vel viðráðanleg berist hún til landsins, og bætir við að „svipaður faraldur hafi komið upp í svínainflúensunni 2009. Það hafi verið mikið álag en allt hafi tekist.“ Hvernig er hægt að bera þetta tvennt saman? Í svínainflúensunni var hægt að gefa lyf (Tamiflu og Relenza) til að vinna bug á veirunni. Nú eru engin lyf og engar bólusetningar í boði. Svínainflúensan fór vissulega víða en dánartíðni hennar var ekki nema 0,01-0,08%. Dánartíðni Covid19 veirunnar er margfalt meiri, virðist vera 2-4%. Lægst er dánartíðnin meðal hrausts fólks á besta aldri (innan við 1%) en meðal þeirra sem komnir eru yfir sextugt hækkar hún í 19%. Það þýðir fimmti hver einstaklingur yfir sextugu sem sýkist af veirunni. Fimmti hver.“

Þegar hefur verið lýst yfir óvissustigi hér á landi vegna veirunnar en á vefsíðu embættis landlæknis má lesa meira um rétt viðbrögð og hvernig bregðast skuli við smiti.

Kemur fyrr en síðar

„Það er ekki inni í mynd­inni að loka hérna öll­um sam­göng­um til lands­ins. Það myndi aldrei ganga upp. Þannig þetta kem­ur fyrr en síðar, en okk­ar nálg­un miðast að því að tefja út­breiðsluna eins mikið og hægt er, með þeim aðgerðum sem verið er að grípa til. Draga aðeins úr far­aldr­in­um þannig það verði ekki eins mikið álag á heil­brigðisþjón­ust­una, og sinna þeim sem veikj­ast eins og hægt er,“

sagði Þórólfur í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins