fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir um pólitíska framtíð sína – „Maður veit aldrei“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. febrúar 2020 09:44

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, er orðuð við varaformannsembætti flokksins, en Miðflokkurinn heldur landsþing sitt í lok mars.

Fréttablaðið greinir frá því að óvíst sé með hvort sitjandi varaformaður, Gunnar Bragi Sveinsson, gefi kost á sér, en hann hefur verið sagður á útleið úr stjórnmálum alveg frá því að Klaustursmálið kom upp, hvar hann lék eitt aðalhlutverkið.

Vigdís segist ekkert hafa ákveðið um framboð, en útilokar þó ekki að snúa aftur í landsmálin, þó svo hún hafi lýst því yfir að hún ætli að verða næsti borgarstjóri:

„Ég hef nú þegar lýst því yfir að ég hafi hug á að verða næsti borgarstjóri en vika er langur tími í pólitík og maður veit aldrei.“

Staða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem formanns þykir firnasterk og líkur á mótframboði þar eru litlar sem engar.

Hinsvegar segir Fréttablaðið að flokksmenn séu farnir að „hringjast á“ vegna varaformannsembættisins, en þar er aðeins nafn Vigdísar nefnt til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020