fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Eyjan

Að hanga á horreiminni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 19:42

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir hefur átt marga snilldarleiki varðandi íslenska tungu – það er ekki hægt að segja annað en málnotkun hennar sé skapandi og myndræn. Um það eru allmörg dæmi. Til dæmis talaði hún eitt sinn um að stinga höfðinu í steininn og í annað sinn um að kasta grjóti úr steinhúsi.

Hér er nýtt dæmi, það er úr hörkurifrildi á fundi borgarstjórnar í dag en þar var rætt um hið eldfima og langvinna braggamál.

„Þetta eru aumingjaleg vinnubrögð en alveg í anda borgarstjóra sem er kominn út í horn og hangir á horreiminni í sínum stól. Ráðast á persónu mína.  Vel gert Dagur B. Eggertsson. Eini starfandi maður sem var í Braggamálinu. Til hamingju.“

Ekki dettur mér í hug að leiðrétta málfar Vigdísar. Það gæðir pólitíkina lífi á sinn hátt. En hefðbundnara hefði til dæmis verið að segja að Dagur haldi dauðahaldi í stól sinn, gripi í hálmsstrá í embætti eða héngi á bláþræði – svo nokkuð sé nefnt.

Því þótt maður geti vel séð fyrir sér einhvers konar horreim, þá mun vera algengara að segja að menn hangi á horriminni – en það þýðir að líða mikinn skort, svelta, vera bjargþrota, fátækur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis

Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg stendur við skammirnar í garð Ingibjargar – „Virðing virkar í báðar áttir“ – Myndband

Þorbjörg stendur við skammirnar í garð Ingibjargar – „Virðing virkar í báðar áttir“ – Myndband
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn

Haukur segir ríkið skulda borginni fyrir flugvöllinn
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Alvarlegt flugslys í Indlandi – Full vél á leið til London Gatwick brotlenti

Alvarlegt flugslys í Indlandi – Full vél á leið til London Gatwick brotlenti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin

Ágúst Borgþór skrifar: Grínverjinn og skautunin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóð vaknar en forsætisráðherra dormar áfram

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóð vaknar en forsætisráðherra dormar áfram
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum

Svarthöfði skrifar: Skrítin skilaboð frá seðlabankastjóra á óvissutímum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Unnur forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip

Unnur forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip