fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg greiddi fimm milljónir fyrir klósett – Þarf að farga þeim öllum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur fest kaup á sjö almenningsklósettum í miðborg Reykjavíkur af fyrirtækinu EHermannsson, sem hét áður AFA JDCecaux. Það fyrirtæki átti og rak salernin fyrir borgina í mörg ár, en slík klósett hafa nýst almenningi síðan 2001. Stundin greinir frá.

Loka átti salernunum um áramótin, þegar borgin ákvað að endurnýja ekki samninginn við EHermannsson.

Keypt til förgunar

Kaup borgarinnar eru þó álitin skammtímalausn, þar sem þekking Reykjavíkurborgar á rekstri klósetta er sögð af skornum skammti, en Reykjavíkurborg greiddi tvær milljónir til viðbótar fyrir sérfræðiþjónustu um rekstur þeirra af fyrri eiganda. Einnig var keypt þjónustubifreið fyrir þrjár milljónir, en hún mun nýtast í annað.

Samanlagt greiddi Reykjavíkurborg því 10 milljónir fyrir að taka yfir rekstur sjö klósetta, en eitt þeirra er bilað og stendur ekki til að laga það.

Reykjavíkurborg greiddi 40 milljónir ári til EHermannssonar samkvæmt rekstrarsamningi áður en honum var sagt upp, en um 100 þúsund manns notuðu salernin árlega.

Þau standast hins vegar ekki kröfur um aðgengi fyrir hreyfihamlaða, en vonast er til að ný klósett verði tekin í notkun í ágúst.

Þangað til mun Reykjavíkurborg þurfa að borga fyrir förgun eldri klósettanna og til stendur að bjóða út rekstur og uppsetningu hinna nýju salerna.

600 milljónir

Frá árinu 2001 hefur Reykjavíkurborg leigt útisalernin. Á tímabilinu hefur Reykjavíkurborg greitt tæpar 418 milljónir króna fyrir leiguna, sem miðað við uppreiknaða byggingarvísitölu eru rúmar 590 milljónir króna, eða um 100 milljónir á hvert klósett.

Ekki hefur þó fólk alltaf verið rukkað fyrir notkunina og tekjurnar af þeim því aðeins ein milljón.

Sjá nánar: Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sex klósetta tæpar 600 milljónir

Sjá nánar: Tekjurnar af sex útisalernum Reykjavíkurborgar rúmar milljón krónur – Útgjöldin tæpar 600 milljónir

Sjá nánar: Þyrnum stráð saga almenningsklósetta í Reykjavík

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?