fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Leitin að eftirmanni Stefáns hafin – „Inn í starfslýsinguna vantar hlutleysiskröfu“ – Nöfn umsækjenda verða gerð opinber

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Eiríksson sagði starfi sínu lausu sem borgarritari þann 29. janúar síðastliðinn. Sem kunnugt er var Stefán ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. Um það stendur nokkur styr sem enn sér ekki fyrir endann á, en að minnsta kosti einn meðumsækjandi Stefáns íhugar að kæra ráðninguna fyrir kærunefnd jafnréttismála.

Á fundi borgarráðs í gær lagði meirihlutinn fram drög sín að auglýsingu um starf borgarritara, sem sjá má hér.

Í bókun meirihlutans segir að hæfnisnefnd haldi utan um ráðninguna, og þar þurfi minnst einn utanaðkomandi aðili að vera meðal nefndarmanna til að tryggja óhæði hennar, en lagt er til að þeir verði þó tveir af þremur. Mun Intellecta sjá um ráðningarferlið, samkvæmt drögunum.

Þar er einnig tekið fram að innan þriggja sólarhringa frá liðnum umsóknarfresti, skuli birta opinberlega nöfn umsækjenda ásamt starfsheitum á vef Reykjavíkurborgar.

Er umsóknarfresturinn 24. febrúar.

Vantar klausu um hlutleysi

Í bókunum Flokks fólksins og Miðflokksins er lagt til að auglýsingin innihaldi kröfu um pólitískt hlutleysi:

„Gera verður kröfu um framúrskarandi færni í samskiptum og mikilvægt er að sá sem ráðinn verður hafi hvergi borið niður fæti opinberlega í stjórnmálum eða verið tengdur stjórnmálaflokkum. Að hann sé eins hlutlaus og manneskja getur mögulega verið,“

segir í bókun Flokks fólksins.

Hjólaði í Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir, Miðflokki, segir í sinni bókun að Stefán hafi ekki verið hlutlaus og hann skuldi henni ennþá afsökunrbeiðni:

„Ábyrgðarsvið borgarritara er skýrt samkvæmt auglýsingunni og er það tekið upp úr starfslýsingu Reykjavíkur um starf borgarritara. Þar kennir ýmissa grasa sem beinlínis uppljóstrar að borgarritari hafi farið mjög út fyrir starfssvið sitt frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Sá sem verður ráðinn borgarritari verður að vera yfir pólitík hafinn og slíta verður hið nána samband borgarritara og borgarstjóra. Borgarritari á að þjónusta í fyrsta lagi alla borgarbúa og ekki síður kjörna fulltrúa hvar sem í flokki þeir standa. Núverandi borgarritari lýsti því yfir í viðtali að hann óskaði ekki eftir samstarfi við minnihluta borgarstjórnar eftir að hann kallaði þá tudda á skólalóð. Í byrjun kjörtímabils sýndi hann mikið óhæði með því að hjóla í undirritaða í fjölmiðlum og hafði rangt við ásamt skrifstofustjóra skrifstofu síns sjálfs og borgarstjóra. Skuldar hann mér enn opinbera afsökunarbeiðni vegna þess máls. Inn í starfslýsinguna vantar hlutleysiskröfu þess sem er ráðin/ráðinn. Hins vegar er gott að ákvæði sé um að lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum séu skilyrði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?