fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg: Sektin verður núna 10 þúsund krónur fyrir þetta

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 13:00

Frá Skólavörðustíg -Mynd Leggja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bílastæðasjóður vill vekja athygli á því að ný umferðarlög tóku gildi um áramótin. Helsta breytingin í nýjum lögum hvað varðar eftirlit stöðuvarða og lögreglu er sú að við ákvæðum sem áður voru sektir við skal nú setja stöðubrotsgjald,“

segir á vef Reykjavíkurborgar.

„Dæmi um þetta er þegar lagt er við brunahana, fyrir innkeyrslum og öfugt við akstursstefnu eða þegar bifreið er stöðvuð eða henni lagt á akbraut sem skipt er í akreinar með óbrotinni mið- eða deililínu. Stöðubrotsgjaldið er 10.000 kr.“

Lögreglan hefur ekki skipt sér mikið af því hingað til ef bílar leggja í öfuga akstursstefnu, til dæmis við Skólavörðustíginn, en nú gæti orðið breyting þar á.

„Stöðuverðir hafa hins vegar haft heimild frá árinu 1987 til að setja á stöðubrotsgjöld vegna bifreiða sem leggja til dæmis á gangstétt, of nálægt vegamótum, stæði sem ætluð eru fyrir fatlað fólk og innan við fimm metra frá gangbraut svo eitthvað sé nefnt,“

segir í tilkynningunni.

Ný ákvæði um sérmerkt stæði

Einnig eru nokkur ný ákvæði í umferðarlögunum hvað varðar sérmerkt stæði eins og fyrir rafbíla en aðeins rafbílar mega leggja á merktu stæði ætluðu bifreið til rafhleðslu. Enn fremur mega til að mynda aðeins vörubifreiðar og hópbifreiðar leggja í stæði sem eru sérstaklega merkt slíkum bifreiðum.

Starfsfólk Bílastæðasjóðs hvetur alla til að kynna sér ný umferðarlög þar sem um töluverðar breytingar er að ræða. Sérstaklega má benda á 109. grein umferðarlaganna sem má skoða á vef Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær