fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Eyjan

Lokar álverið í alvörunni – eða hvað vakir fyrir eigendum þess?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn er eins og landsmenn, og ég er ekki undanskilin, höfum ímyndað okkur að verksmiðja eins álverið í Straumsvík væri eilíf. Að hún mynd standa þarna um aldur og ævi, sunnan Hafnarfjarðar, ekki sérlega falleg á að líta en býsna traust, og bræða ál.

En nú er álverið orðið 50 ára  – það var formlega opnað  3.  maí 1970. Heimurinn er fullur af gömlum tómum verksmiðjum, allt hefur  sinn tíma. Framleiðsluhættir breytast, störf færast milli landa og verksmiðjur, kröfur samtímans breytast. Nú er  staðan sú að verð á áli er mjög lágt, þar kemur ýmislegt til, meðal annars viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna, og það hefur haft áhrif á útflutningsverslun Íslands sem  hefur orðið fyrir miklum samdrætti.

Svo má auðvitað spyrja hvað vaki fyrir erlendum eigendum álversins, Rio Tinto Alcan, með tilkynningu sinni frá því í morgun. Þeir fresta því að skrifa undir kjarasamninga – er þarna tilraun til að fá þá lækkaða þegar atvinnumissir gæti vofað yfir starfsmönnum? Eru þeir að reyna að fá Landsvirkjun til að lækka raforkuverð til álversins?

Fyrir þjóðarbúið yrði það auðvitað högg ef verksmiðjan í Straumsvík lokaði – en í sjálfu sér væri það kannski ekki svo óvænt. Eigendurnir eru þó væntanlega bundnir raforkukaupasamningum fram í tímann. En við þetta myndi auðvitað losna mikil orka sem væri hægt að nýta í aðra hluti og lokun álversins myndi væntanlega minnka þörfina á nýjum virkjunum. Þá verður að beita hugvitinu – þetta verður varla eins og á samdráttarskeið á síðasta áratug 20. aldar þegar íslenskir ráðamenn  fóru um heiminn, nánast með betlistaf, og báðu álfyrirtæki að koma hingað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af