fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Mynd dagsins: Sjálfstæðisflokkurinn hittir kjósendur í kjördæmaviku – „Á maður að bera virðingu fyrir þeim?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjördæmavika stendur núna yfir þar sem þingflokkarnir ferðast um land allt til að hitta kjósendur og ræða málin. Þar gefst hinum almenna borgara gjarnan færi á að skamma, eða hrósa þingmönnum sínum í samtali við þá augliti til auglitis.

Sjálfstæðisflokkurinn er virkur á samfélagsmiðlum hvar birtar eru myndir frá öllum stoppistöðum á hringferð hans og hefur Ásmundur Friðriksson verið einna duglegastur við að taka myndir og birta.

Bjarnargreiði

Ein mynd virðist þó fá fleiri athugasemdir en aðrar hjá Ásmundi. Hann birtir mynd af kollegum sínum Páli Magnússyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, þar sem þeir virðast ekki alveg með athyglina við fundarhöldin. Ekki fylgir sögunni hvort Bjarni Benediktsson hafi verið með framsögu, eða einhver heimamaður.

Athygli vekur þó að í athugasemdakerfinu virðast menn sármóðgaðir út í þá kumpána og telja margir þá vera sofandi en Sjálfstæðisflokkurinn var á Ísafirði þann 7. febrúar þegar Ásmundur birti myndina.

Hér er smá sýnishorn af athugasemdunum:

  • „Báðir sofandi ?“
  • „Sofandi sauðir. Ekki á vaktinni að vinna fyrir kaupinu.“
  • Sýnist þeir vera eins og 99% Íslendinga í símanum
  • „Frekar leiðinleg stund“
  • „Þetta er hundleiðinlegt engin spurning“
  • „Gulli í símanum og hinn sefur“
  • „Frekar niðurlútir, eiginlega skömmustulegir, voru þeir að skandalísera eina ferðina enn ?“
  • „Ekki fallega gert“
  • „Rosalega leiðinlegt fundarfólk“
  • „Eru þessir menn þátttakendur í svefnrannsóknum ?“
  • „Á maður að bera virðingu fyrir þeim?“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær