fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Eyjan

Dóra Björt lætur Sjálfstæðisflokkinn heyra það – „Býður upp á tryllt og tilviljunarkennt alsæluteknóreif“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 13:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir hegðun einstaklinga í Sjálfstæðisflokknum vera óþolandi, þó hún komi ekki endilega mikið á óvart.

„Árið 2020 syngur sinn svanasöng. Við fögnum, minnumst hins liðna og sköpum okkur andlegt rými fyrir það sem koma skal.

Þó tilefnið sé hluti af taktföstu flæði tímans eru aðstæðurnar aðrar en þær sem við eigum að venjast. Fögnuðurinn takmarkast við lágstemmdari útgáfu en við hefðum viljað. Samtakamátturinn hefur fleytt okkur yfir þá nærri óyfirstíganlegu hjalla sem sum lönd eru að kljást við vegna faraldursins.

Því er það hreinlega óþolandi þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hegða sér eins og um þá gildi sérsamningur. Kannski ætti það ekki að koma á óvart frá þeim sem smíða samfélagið út frá eigin þörfum og sérhagsmunum vina sinna. En í ljósi þess að um blóðkalda alvöru lífs og dauða er að ræða og fyrir liggja áhrif fordæma ráðamanna á hegðun fjöldans hefðum við líklega búist við meiru.“

Að mati Dóru er Þorláksmessumál Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, einskonar korn sem fyllir mælin, eða rúsína í pylsuenda, þegar heildarverk Sjálfstæðisflokksins sé skoðað á þessu ári. Þá gagnrýnir hún sérstaklega tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

„Óábyrg hegðun formanns Sjálfstæðisflokksins er einungis kirsuberið sem tyllt er á rjómafroðuna af hættulegum COVID-kokteil sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið upp á allt þetta ár. Stjórnarþingmenn leyfa sér að grafa undan sóttvarnaaðgerðum sem ráðherrar sama flokks hafa stimplað. Eftir að sameinast meirihlutanum um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID kasta borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fullkomlega veruleikafirrtri tillögu um ráðningabann, eins og það að binda hendur borgarinnar til að bregðast við velferðarkröfum vegna veirunnar sé einhver lausn. Ráðherrar flokksins spranga svo um eins og COVID sé stormur sem komi þeim ekki við sem standa undir regnhlíf valdsins.“

Þá segir Dóra að Sjálfstæðisflokkurinn sé að bjóða upp á „alsæluteknóreif“ á erfiðum óvissutímum. Hún segir að holur hljómur sé í flokknum, sem sé rökþrota og einkennist af ringulreið. Að lokum segir Dóra að vonandi rísi íslenska þjóðin líkt og fönix úr „öskurústum“ íhaldsins.

„Flokkur sem skreytir sig með fjöðrum stöðugleika og festu á tyllidögum býður upp á tryllt og tilviljunarkennt alsæluteknóreif sem svar við einum ófyrirsjáanlegustu og óöruggustu tímum sem þjóðin hefur lifað. Þegar liggur á að sýna þennan margumtalaða stöðugleika með raunhæfum lausnum glymur við holur hljómur rökþrota og málefnaleysis úr ringulreiðinni sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana.

En sólin hefur náð sínum lægsta punkti og handan við hornið er nýtt ár með nýjum og bjartari möguleikum. Eitt mikilvægasta verkefni næsta árs er að leysa þjóðina úr vistarbandi sérhagsmunaelítunnar. Að úr öskurústum íhaldsins rísi Fönix ábyrgrar stjórnar réttlætis og tækifæra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“

Sparnaður Svandísar sagður lífshættulegur – „Hvernig verðmetum við líf yfir 30 kvenna?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2

Leiðarahöfundur Moggans kennir RUV um lokun fréttatíma Stöðvar 2
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar blandar sér í ritskoðunar-umræðuna – „Þetta er örugglega heimsmet í tvískinnungi og hræsni“

Brynjar blandar sér í ritskoðunar-umræðuna – „Þetta er örugglega heimsmet í tvískinnungi og hræsni“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“

Einlægur ráðherra opnar sig – „Ég ákvað að hætta að gráta í skól­an­um. Það var virki­lega erfitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leiðari Moggans vekur úlfúð – „Enginn sætt öðru eins einelti og Trump“

Leiðari Moggans vekur úlfúð – „Enginn sætt öðru eins einelti og Trump“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dökkar horfur í atvinnumálum – Líkur á miklu atvinnuleysi í vor

Dökkar horfur í atvinnumálum – Líkur á miklu atvinnuleysi í vor