fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Þórhildur og Áslaug tókust á í Kastljósi – „Pólitískir sleggjudómar eru ekki til þess fallnir að skapa réttarvissu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 20:40

Áslaug Arna (t.v.) og Þórhildur Sunna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddu Landsréttarmálið við Einar Þorsteinsson í Kastljósi í kvöld. „Pólitískir sleggjudómar eru ekki til þess fallnir að skapa réttarvissu,“ sagði Áslaug þegar hann þótti Þórhildur ganga of langt í sínum fullyrðingum. Konurnar greindi nokkuð á um hvaða afleiðingar dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hafði varðandi mögulegar málsupptökur þeirra sem hefðu verið með mál sín fyrir Landsrétti. Áslaug sagði ólíklegt að holskefla slíkra mála væri í vændum en Þórhildur sagði að um það ríkti fullkomin óvissa. Áslaug benti á að nýstofnaður endurupptökudómstóll hefði verið stofnaður til að bregðast við þeirri stöðu sem er komin upp.

Eins og flestir vita er aðdragandi málsins sá að Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra fór á svig við niðurstöðu hæfisnefndar um skipan dómara við Landsrétt og tilnefndi fjóra aðila til viðbótar við þá sem nefndin lagði fram. Þeir voru síðan skipaðir dómarar við Landsrétt. Var tillaga að því lögð fyrir Alþingi og samþykkt þar. Síðan gerðist það að maður sem tapaði máli fyrir Landsrétti áfrýjaði máli sínu til MDE á grundvelli þess að hann hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar þar sem dómari hans væri í hópi þeirra sem Sigríður hefði valið á skjön við hæfisnefndina. MDE komst að þeirri niðurstöðu að íslenskra ríkið hefið brotið sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómaranna. Ríkið áfrýjaði málinu til yfirdóms MDE sem staðfesti dóminn með 17 samhljóða atkvæðum.

Þórhildur sagði að mikil réttaróvissa ríkti eftir þessa niðurstöðu þar sem aðilar sem hefðu verið með mál hjá viðkomandi dómurum gætu óskað eftir endurupptöku á sínum málum. Þórhildur sagði mikilvægt að almenningur væri þess fullviss að dómarar gangi ekki erinda stjórnmálamanna. Kerfi hæfisnefnda hefði verið sett upp til að vinna gegn pólitískum afskiptum við skipan dómara. Þórhildur sagði að ríkistjórnin yrði að koma með trúverðugt plan um hvernig koma eigi í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Þórhildur sagði að það hljóti að hafa afleiðingar að brjóta vísvitandi af sér þannig að MDE kveði upp fordæmisgefandi dóm.

Einar Þorsteinsson spurði Áslaugu Örnu hvað hefði brugðist. Áslaug Arna sagði að samkvæmd dómi MDE hefði ekkert verið í ólagi með regluverkið sem til staðar er við skipan dómara. Einar spurði þá hvort þetta væri allt Sigríði Andersen að kenna. Áslaug Arna sagði að allskonar spurningar vöknuðu varðandi þátt hennar, Alþingis og hæstarréttar í málinu.

Aðspurð neitaði Áslaug Arna því að málið væri áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hefði tekið þátt í því með öðrum flokkum að byggja hér upp sterkt dómskerfi. Mikilvægt væri að finna jafnvægi milli hæfisnefnda og ráðherravalds þannig að saman færu völd og ábyrgð við skipan dómara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“