fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Það þarf hærri skatta, niðurskurð eða hagvöxt til að ríkissjóður geti rétt úr kútnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna hækkunar langtímavaxta er ríkissjóður verr í stakk búinn til að rétta úr kútnum en annars ef staðan er borin saman við önnur vestræn ríki sem búa við betri vaxtakjör. Þau ríki sjá fram á minni skuldasöfnun vegna þeirrar kreppu sem heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Aukning skulda leggst því þyngra á íslenska ríkið sem þarf meiri skattheimtu, niðurskurð eða hagvöxt til að grynnka á skuldum í framtíðinni,“ er haft eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtaka iðnaðarins sem sagði einnig að það þurfi að fara mjög varlega í þessum málum.

Blaðið segir að ef miðað sé við að skuldir ríkissjóðs verði um 65% af landsframleiðslu 2025 verði á þeim vöxtum sem ríkið fjármagnar sig á til tíu ára eins og staðan er í dag, en þeir eru um 3,3%, þá verði vaxtabyrði ríkissjóð 2,14% af landsframleiðslu. Til samanburðar er nefnt að vaxtabyrði Grikklands verði 0,98% af landsframleiðslu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir að skuldahlutfall hins opinbera í Grikklandi verði um 166% 2025.

Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi eru tíu ára vextir neikvæðir og því verður vaxtabyrðin neikvæð. Markaðurinn hefur eftir Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, hagfræðingi hjá Samtökum atvinnulífsins, að líklega þurfi að hækka skatta til að standa undir óbreyttum útgjöldum ríkissjóðs, það sé ekki hægt að treysta á að hagvöxtur grynnki á skuldunum. „Það er óábyrgt að treysta á slíkan vöxt og hafa þarf hugfast að sögulega lágt vaxtastig endurspeglar einmitt dræmar hagvaxtarhorfur,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu