fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Breskir sjómenn sagðir sjá eftir Brexit – Bretar eru allt of matvandir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. desember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brexit virðist ætla að vera allt annað en góð ákvörðun fyrir breska sjómenn og eru þeir sagðir vera á milli steins og sleggju vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Sjómenn voru einir helstu stuðningsmenn útgöngunnar og gátu Brexitsinnar gengið að atkvæðum þeirra vísum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.

En í dag er staðan allt önnur og margir breskir sjómenn eru nú sagðir vonast eftir að samningar náist við ESB um tolla- og fríverslunarmál svo þeir geti haldið áfram að selja afla sinn til meginlandsins. Ástæðan er að megnið af afla Breta selst ekki innanlands, Bretar eru eiginlega bara matvandir. Financial Times skýrir frá þessu.

Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er ekki útlit fyrir að samningar náist á milli Breta og ESB og því endi aðlögunartímabil Breta um áramótin án þess að samningar hafi náðst. Samningaviðræðurnar eru erfiðar og eitt af stóru ágreiningsefnunum eru fiskveiðar því beggja megin við Ermarsund eru fiskveiðar mikilvægar pólitískt séð. Efnahagsleg þýðing þeirra er smávægileg í hinu stóra samhengi.

Fiskur, veiddur af breskum sjómönnum, er aðeins 0,03% af vergri þjóðarframleiðslu en ef allur fiskiðnaðurinn er tekinn með í reikninginn er hlutfallið 0,1% en það svarar til um þriðjungs af ársveltu stórverslunarinnar Harrods í Lundúnum. BBC segir að samkvæmt tölum frá 2018 sé fjármálageirinn 168 sinnum stærri en breski fiskiðnaðurinn. Það er því ljóst að ef bjarga á bresku efnahagslífi úr verstu niðursveiflu þess í 300 ár þá er það ekki fiskiðnaðurinn sem kemur til bjargar.

Financial Times segir að Bretar borði nær eingöngu þorsk, ýsu, túnfisk, lax og rækjur. Megnið af öðru sjávarfangi, eða um 80%, er flutt til meginlandsins. Breskir sjómenn eru því gríðarlega háðir því að geta selt afla sinn á meginlandinu en ef ekki nást samningar um tolla- og fríverslunarmál gæti það orðið erfitt því sjávarfangið verður einfaldlega of dýrt þegar tollar leggjast ofan á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun