fbpx
Fimmtudagur 24.júní 2021
Eyjan

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 13:47

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið yfir sig harða gagnrýni undanfarið eftir að hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að of langt hafi verið gengið í sóttvarnaraðgerðum hér á landi.

Brynjar hefur skrifað fjölda greina um þessa skoðun sína og ekki hefur dregið úr honum vindinn þó viðhorf hans falli víða í grýttan jarðveg.

Hann vekur athygli á málinu á Facebook í færslu sem er eins konar varnarræða hans gegn gagnrýninni.

„Við Íslendingar erum miklir sérfræðingar í öllu öðru fremur. Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum og smitvörnum nú um stundir. Svo eru auðvitað til sérfræðingar að sunnan með skjal upp á sérfræðikunnáttuna. Síðan líður tíminn og í ljós kemur að við sérfræðingarnir, ekki síst þeir að sunnan, vorum meira og minna úti á túni.“

Bendir Brynjar á að það sé svo gott sem bannað að gagnrýna þau vísindi og kenningar sem háskólasamfélagið á Íslandi hafi viðurkennt.

„Á hverjum tíma verða ákveðin vísindi og kenningar ofan á, einkum í svokallaða háskólasamfélagi, og þeir sem láta uppi efasemdir afneiti vísindum og jafnvel sakaðir um hindurvitni. Sjálfur hafði ég alltaf haldið að efi og gagnrýni væri nauðsynlegt fyrir þekkinguna og vísindin. Kannski er það tóm della.“

Kveðst Brynjar hafa haft gaman af því að fylgjast með fræðum og vísindum er varði uppeldi barna. En þemað þar í dag sé að börn megi ekki finna til ábyrgðar, ekki megi skamma þau og varla segja nei við þau.

„Helst má ekki gera kröfur til þeirra og ef foreldra voga sér það eru þeir barðir í hausinn með hinum og þessum barnasáttmálum byggða á vísindum. Gott ef slík hegðun foreldra flokkist ekki undir ofbeldi. Svo skilur enginn í því að börnum gengur verr í skóla og illa haldin af kvíða og depurð.“

Að efast um sóttvarnaraðgerðir sé kallað afneitun á vísindum. Virðist engu þar um breyta að vísinda- og fræðimenn greini á um rétt viðbrögð við veirunni.

„Einhverra hluti vegna verður alltaf til ein rétt skoðun. Rétta skoðunin er sú að víðtækum og almennum lokunum samfélagsins skuli beitt. Sum staðar virðist það draga úr dauðsföllum en annars staðar ekki. Það er ekki samspil milli yfirgrips mikilla lokanna og dauðsfalla í einstökum ríkjum.

Ef við förum öll niður í kjallarann verður ekki mikið að snúa aftur til. Við verðum að halda efnahagslífinu í gangi til að halda uppi sjúkrahúsum og heilbrigðiskerfi. Við vonum að með bóluefni geti viðspyrnan hafist og þá geta vísindamenn byrjað að reikna út hverjar urðu afleiðingar með þessum víðtæku lokunum. Hef grun um að við munum ekki fara sömu leið ef viðlíka veirusmit kemur aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótanir og öskur á Alþingi- „Ef fólki tekst ekki að ná sínu fram með rök­um þá beit­ir það of­beldi“

Hótanir og öskur á Alþingi- „Ef fólki tekst ekki að ná sínu fram með rök­um þá beit­ir það of­beldi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Auglýsing um kannabisneyslu vekur úlfúð: „Í hvaða andveruleika erum við komin?“

Auglýsing um kannabisneyslu vekur úlfúð: „Í hvaða andveruleika erum við komin?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi

Kolbrún vill að vinstri menn verði skemmtilegri – Vonar að Brynjar haldi áfram á þingi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Glúmur fer hörðum orðum um Gunnar Smára – „Fokkaðir öllu upp og nauðlentir við strætóskýli“

Glúmur fer hörðum orðum um Gunnar Smára – „Fokkaðir öllu upp og nauðlentir við strætóskýli“