fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Eyjan

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Jóhannson, fyrrverandi ráðherra, formaður Alþýðuflokksins og sendiherra, er látinn. Hann lést á heimili sínu síðastliðinn föstudag. Morgunblaðið greinir frá.

Kjartan fæddist í Reykjavík árið 1939 en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1959, verkfræðiprófi lauk hann í Stokkhólmi árið 1963 og doktorsprófi í verkfræði frá háskóla í Chicago árið 1969.

Kjartan gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var varaformaður flokksins 1974-1980 og formaður flokksins 1980-1984.

Kjartan var alþingismaður 1978-1989, sjávarútvegsráðherra 1978-9 og viðskiptaráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins frá hausti 1979 til 1980.

Kjartan var skipaður sendiherra árið 1989 og tók við starfi fastafulltrúa Íslands gagnvart SÞ og öðrum alþjóðastofnunum í Genf sama ár.

Þá gegndi hann stöðu aðalframkvæmdastjóra EFTA frá 1994 til 2000.

Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Irma Karlsdóttir bankafulltrúi fædd 1943. Dóttir þeirra er María Kjartansdóttir hagfræðingur, búsett í Bandaríkjunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið

Gylfi Magnússon: Áföllin í ár hversdagsleg – vel viðráðanleg fyrir hagkerfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki