fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Logi um áhrif sóttvarnaaðgerða á veitingahús – „Eins og að takmarka fjölda brúðhjóna við einn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. október 2020 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu veitingahúsa eftir nýjustu herðingar á samkomubanni. Logi kemst hnyttilega að orði um málið á Facebook:
„Það að leyfa veitingastöðum að halda opnu en takmarka gesti við 10 manns er svipað og ef prestar mættu gefa fólk saman ef þeir takmörkuðu brúðhjónin við einn.
Þó aðgerðirnar séu án efa nauðsynlegar munu fáir ef einhver veitingastaður geta haft opið við þessi skilyrði. Og þetta gildir um ýmsa fleiri starfsemi. Slík fyrirtæki eiga hins vegar ekki rétt á lokunarstyrkjum, af því þau þurfa ekki að loka.
Ríkisstjórnin verður að kynna úrræði fyrir fyrirtæki í slíkri stöðu sem allra allra fyrst.“
Þær raddir hafa heyrst úr ranni veitingamanna að betra væri að loka veitingastöðum í stuttan tíma en að þeir starfi áfram við þessi skilyrði, að geta aðeins tekið á móti tíu matargestum. Eins og kemur fram í pistli Loga telur hann að fáir veitingastaðir geti haft opið við þessi skilyrði.
Ólafur Örn Ólafsson, sem rekur Vínstúkuna Tíu sopar, segir t.d. á Facebook:
„Það væri betra að loka veitingastöðum bara í staðinn fyrir að leyfa þeim að hafa opið fyrir 10 manns, kannski 8 gesti og tvo starfsmenn. Það þarf ekkert meistarapróf í viðskiptafræði til að sjá að það bisnessmódel gengur aldrei upp.“

https://www.facebook.com/logi.einarsson/posts/10221393111610979

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar