fbpx
Þriðjudagur 26.janúar 2021
Eyjan

Segir stælingu Öryrkjabandalagsins misheppnaða og öryrkja of marga – „Hafa fengið stærri sneið af stækkandi köku“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 13:14

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heyri ákall Öryrkjabandalagsins um að hækka bætur enn frekar. Myndband þeirra er hins vegar misheppnað, þótt kakan sé falleg eftirmynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið,“ svo skrifar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Facebook og vísar þar til myndbands sem Öryrkjabandalagið lét gera nýlega þar sem vakin er athygli á bágum kjörum öryrkja á Íslandi.

Myndbandið vísar til myndbands sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði um formanninn Bjarna Benediktsson fyrir kosningarnar 2016 þar sem hann sést baka köku. En þau má finna hér neðst í fréttinni.

Bjarni segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni hluta af þjóðfélagskökunni líkt og myndbandið gefi til kynna. Staðreyndin sé sú að kakan hafi stækkað og almannatryggingar hafi fengið stærri sneið af þeirri köku.

„Það er mikið áhyggjuefni að á örfáum árum hafi þeim sem eru á örorkubótum eða endurhæfingarlífeyri fjölgað um 4.300 manns. Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vestmannaeyjum.

Okkur er að mistakast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregðast við. Ég heyri ákall Öryrkjabandalagsins um að hækka bætur enn frekar. Myndband þeirra er hins vegar misheppnað, þótt kakan sé falleg eftirmynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almannatryggingar hafa fengið stærri sneið af stækkandi köku. Um það vitna staðreyndir.
Og við tókum 4 milljarða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjörtímabili. Enn er óráðstafað um fjórðungi þeirrar fjárhæðar en um að að ræða varanlega 4 milljarða hækkun á þessum lið almannatrygginga.
Helsta áhyggjuefnið er að við munum ekki geta stutt nægilega við þá sem eru í mestri þörf ef við fáum sífellt hærra hlutfall landsmanna á örorku eða endurhæfingarlífeyri. Eftir því sem þessi staða versnar dregur úr getu okkar til að standa myndarlega við bakið á þeim sem aldrei fengu tækifæri í lífinu eða urðu fyrir áföllum og þurfa á stuðningi að halda.“
Með færslu sinni deilir Bjarni frétt Stjórnarráðsins um að fjórðungur allra skatttekna og tryggingargjalda renni til almannatrygginga. Framlög til almannatrygginga hafi nær tvöfaldast frá 2013 og nemi nú 642 þúsund krónum á hvern landsmann á aldrinum 18-67 ára.
Skýringin á hærri framlögum til almannatrygginga sé fjölgun lífeyrisþega og hækkun bóta.  Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu nú 11 prósent mannfjöldans á vinnualdri að innflytjendum undanskildum.

Myndband Öryrkjabandalagsins

Myndband Sjálfstæðisflokksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag

Segir tvennt gott við feril Trumps – Fann fyrir líkamlegum létti í dag
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“

Þung orð falla vegna brotthvarfs Ágústs Ólafs af lista – „Andstyggilegustu erjurnar í pólitík og mest mannskemmandi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna

Samgöngumál Íslands í höndum dýralækna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“

Helga Vala gáttuð á viðsnúningnum – „Ég skil ekki neitt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?

Halldór hjólar í Björn Leví – „Af hverju lætur þessi maður alltaf svona?