fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Mikil aukning útgjalda til velferðarmála

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 07:45

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í ríkisstjórn í gær kemur fram að að sífellt stærri hluti verðmætasköpunar þjóðarinnar renni til tilfærslukerfa og fjárframlaga ríkissjóð en um fjórðungur allra skatttekna fer nú í almannatryggingakerfið. Hafa þessi framlög nær tvöfaldast frá 2013.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Bjarna að þetta sé þróun sem hafi átt sér stað jafnt og þétt í takt við mannfjölda en útgjöldin hafi snarhækkað.

„Við höfum verið að styrkja þessi kerfi, og þau hafa fylgt launaþróun í landinu, en við höfum hækkað launin undanfarinn áratug meira en nokkurt annað land OECD. Þess vegna skýtur skökku við að heyra suma tala um skerðingar í þessu samhengi, þegar allar tölur sýna hið gagnstæða,“

er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að þjóðin sé að eldast og það hafi mikil áhrif.

„Við viljum ræða við vinnumarkaðinn um heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu, þar á meðal hækkun lífeyristökualdurs í áföngum. Það má öllum vera ljóst að þessi vöxtur er ekki sjálfbær. Það er mjög sláandi þegar ¼ teknanna fer í málaflokk, sem hefur verið í 14-15%,“

sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk