fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 08:00

Merki Alvotech. Mynd:Alvotech.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá fjármögnun upp á 65 milljónir dollara, sem svarar til um 9 milljarða króna, fyrir líftæknifyrirtækið Alvotech. Það eru stórir fjárfestar úr lyfjageiranum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu sem leggja þetta hlutafé til. Þá eru íslenskir lífeyrissjóðir sagðir vera að skoða að fjárfesta í fyrirtækinu.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Alvotech, sem Robert Wessman, stofnandi þess, stýrir, hafi á undanförnum mánuðum unnið að útgáfu á nýju hlutafé upp á 100 milljónir dollara. Félagið er sagt vænta þess að ljúka útboðinu í nóvember.

Íslenskir lífeyrissjóðir eru sagðir skoða að fjárfesta í fyrirtækinu og hafa fulltrúar þeirra að sögn fundað með stjórnendum og innlendum ráðgjöfum fyrirtækisins á undanförnum vikum. Ef sjóðirnir fjárfesta í fyrirtækinu verður það í fyrsta sinn sem íslenskir stofnfjárfestar koma inn í eigendahóp þess.

Fréttablaðið segir að samkvæmt fjárfestakynningu sé fjármögnun Alvotech ætlað að styðja við rekstur fyrirtækisins fram að skráningu þess í Hong Kong á næsta ári. Fyrirtækið hefur einnig í hyggju að stækka hátækniver sitt í Vatnsmýri, sem var tekið í notkun 2016, þannig að það verði 24 þúsund fermetrar en það er 13 þúsund fermetrar í dag. Áætlaður kostnaður við stækkunina er 4,6 milljarðar króna.

Lyfjafyrirtækið Coripharma er einnig að ganga frá milljarðafjármögnun sem á að renna stoðum undir þróun samheitalyfja hér á landi. Ef fyrirætlanir fyrirtækisins ganga eftir mun velta þess vera um 75 milljónir evra, sem svarar til rúmlega 12 milljarða króna, árið 2025 og það mun skapa 260 störf í þekkingargeiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“