fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Alexandra Ýr býður sig fram í ritara Samfylkingarinnar

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. október 2020 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Ýr van Erven, 26 ára gamall háskólanemi hefur tilkynnt framboð sitt til ritara Samfylkingar. Kosið verður á landsfundi flokksins sem fram fer 6. og 7. nóvember næstkomandi. 

Segir í framboðstilkynningu Alexöndru að hún hafi tekið virkan þátt í flokknum undanfarin ár og hefur setið í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna sem og í framkvæmdastjórn hreyfingarinnar. Hún hefur undanfarið numið stjórnmálafræði og ensku við Háskóla Íslands og sótti skiptinám við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Alexandra var áður búsett í Amsterdam árin 2014–2016 þar sem hún starfaði meðal annars við fatahönnun. Þá tók Alexandra virkan þátt í starfi Stúdentaráðs og Röskvu og fór með formennsku í fjölda nefnda. Þá var hún oddviti Röskvu á hugvísindasviði og sat í kennslumálanefnd Háskólaráðs.

Alexandra segir í tilkynningunni:
Það er mikilvægt að ungt fólk sé í lykilstöðum innan flokksins. Ungt og róttækt fólk eru drifkraftur fyrir flokkinn. Sem ritari vil ég starfa í krafti þessa því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sköpum að flokkurinn fylgi hjartanu og sé leiðandi afl í því að leita skapandi lausna til að takast á við vandamál nútímans.

Samfylkingin er í mikilli sókn og við erum að uppskera fyrir þrotlausa vinnu síðustu ára sem leidd er af grasrótinni og kjörnum fulltrúum. Sjálf byrjaði ég í flokknum þegar við höfðum þrjá þingmenn og vorum með 6% fylgi sem eftir á að hyggja er stórmerkilegur tími til að byrja í stjórnmálaflokki.

Í stórsókn sem þessari verðum við þó líka að vera á varðbergi. Við megum ekki missa sjónar á meginmarkmiði okkar og við verðum að ríghalda í þau gildi sem flokkurinn stendur fyrir. Við eigum að vera stolt af því að vera jafnaðarmenn og enn fremur eigum við að vera stolt af sögulegri arfleifð flokksins. Þar þykir mér einna mikilvægust sú sögulega arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Ég tel að femínískur hugsunarháttur eigi að kjarna hugmyndafræði flokksins og tel brýna nauðsyn á því að róttækir femínistar líkt og ég sjálf séum í stafni í forystu flokksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“