fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Sögulegar sættir Brynjars og Bubba Morthens – „Love you too“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. október 2020 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögulegar sættir virðast hafa orðið á Facebook í dag þegar Bubbi Morthens bað Brynjar Níelsson afsökunar á ummælum sínum í gærkvöldi. „Ætla biðja þig afsökunar á ummælum mínum í gær óþarfi af minni hálfu,“ sagði Bubbi undir færslu Brynjars. Svarar Brynjar: „Love you too.“ Seinna segir Brynjar þá báða vera hvatvísa og heita, en að öðru leyti fullkomna.

Færsluna má sjá hér:

Upphaflega færsla Brynjars, sem DV fjallaði um, fjallaði um orð „grillmeistarans,“ og læknisins Ragnars Freys Ingvarssonar. Tókust þar á Brynjar og Ragnar um viðbrögð hins opinbera við Covid-19 faraldrinum. Brynjari þótti hið opinbera vera að ganga býsna langt og spurði hvort gæti verið að of langt væri gengið. Þessu svaraði Ragnar nokkuð hraustlega sem svo varð hvati að öðru svari Brynjars, sem sjá mér hér að neðan:

Bubba var ekki skemmt yfir þessari færslu og lét Brynjar aldeilis heyra það: „Hver var þessi aumingja þingmaður sá er ílla áttaður hann hlítur að vera pínku tregur eða þá með blindan púnt í höfðinu.“ Þá sagði Bubbi Brynjar vera misheppnuð manneskja, sem útskýrði hvernig hann hagaði sér í raun og veru.

Þung orð, en þau komu þó ekki í veg fyrir að áðurnefndar sættir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær