fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Spyr Katrínu hvers vegna örlög egypsku barnana hafi „skipt hana engu máli“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 21:29

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata gagnrýndi meðferð ríkisstjórnarinnar á egypsku Kehdr fjölskyldunni, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Líkt og flestir muna fékk Kehdr fjölskyldan dvalarleyfi hér á landi eftir að hafa verið í felum svo dögum skipti, frá stjórnvöldum sem ætluðu að vísa henni úr landi. Þórhildur segist spyrja sig hvers vegna örlög fjölskyldunnar hafi ekki skipt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra neinu máli.

Þegar forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni, að þó að hlutverk stjórnmálamanna sé fyrst og fremst að hugsa um samfélagið sem heild, þá skipti máli að hugsa um örlög hvers og eins, þá hljótum við að spyrja okkur hvers vegna örlög egypsku barnanna sem vísa átti úr landi skiptu hana engu máli.

Því þegar hún var spurð um örlög þessara barna sagði hún að hún skipti sér ekki af einstaka málum, að þetta væri nú ekki fyrsta brottvísunin, að við tækjum nú ekki á móti öllum börnum sem hingað leita að vernd. Verkefni stjórnmálamanna sé að byggja upp mannúðlegt kerfi frekar en að grípa inn í einstök mál.

En eina framlag hennar til þessa “mannúðlega kerfis” eru síendurteknar og ómannúðlegar tilraunir til að veikja réttarstöðu flóttamanna og auðvelda brottvísanir þeirra – líka barna. Tilraunir, sem við Píratar höfum þurft að stöðva aftur og aftur með mikilli fyrirhöfn.

Þá skaut Þórhildur á þingmenn Sjálfstæðisflokksins, annars vegar Ásmund Friðriksson, sem skrifaði færslu um hælisleitendur á dögunum sem fékk á sig mikla gagnrýni. Og hins vegar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, sem hefur verið gagnrýndur fyrir að tengjast útgerðarfyrirtækinu Samherja.

„Má ég þá frekar biðja um að stjórnarliðið geri sem minnst, eins og þau gera í hvert einasta skipti sem útkeyrður þingmaður þeirra í Suðurkjördæmi hjólar í hælisleitendur á Facebook.

Kannski voru stærstu mistök egypsku barnanna að hafa ekki bara sent tölvupóst á hv. sjávarútvegsráðherra, hann virðist ekki hika við að beita sér í einstaka málum og redda reglugerðum fyrir ráðvillta hvalveiðimenn. Eða kannski voru stærstu mistök þeirra að vera bara börn, en ekki moldríkir útvegsmenn sem greiða hámarksstyrki til Sjálfstæðisflokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“