fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Fyrirtæki rannsakar sjálft sig

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 17:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er í tísku að þeir sem verða uppvísir að misjöfnu athæfi segist ætla að rannsaka sjálfa sig. Nýjasta dæmið er ferðaþjónustufyrirtæki sem sendi 40 manns í ofsaveðri upp á hálendi. Það mun ætla að rannsaka sjálft sig. Við getum ímyndað okkur hvernig slík rannsókn fer fram þar sem forstjóri fyrirtækisins situr inni á skrifstofu sinni og á í samtali við sjálfan sig.

Gerum okkur í hugarlund að forstjóri 1 tali við forstjóra 2, þeir eru þó einn og sami maðurinn en til hægðarauka látum við annan þeirra hafa djúpa rödd en hinn er skrækari:

Forstjóri 1: Hvernig eigum við að bregðast við, það er allt vitlaust í fjölmiðlunum?

Forstjóri 2: Við verðum að rannsaka þetta.

Forstjóri 1: Hvernig þá? Hver á að rannsaka?

Forstjóri 2: Við.

Forstjóri 1: Þú meinar ég?

Forstjóri 2; Já, við hérna.

Forstjóri 1: Þetta er náttúrlega alvarlegt mál.

Forstjóri 2: Já, við lítum það alvarlegum augum eins og rannsóknin sýnir.

Forstjóri 1: Af hverju hleyptum við illa búnu fólki upp á fjöll þegar búið var að spá fárviðri?

Forstjóri 2: Öööööh…..

Forstjóri 1: Líka börnum.

Forstjóri 2: Eeeeeh….

Forstjóri 1: Hefðum við ekki átt að aflýsa ferðinni?

Forstjóri 2: Uuuuuh….

Forstjóri 1:  Og fólkið, það var í lífshættu, suma kól meira að segja?

Forstjóri 2: Já, þú segir….

Forstjóri 1: Og björgunarsveitirnar þurftu að koma og bjarga öllu fólkinu? Mörg hundruð björgunarsveitamenn.

Forstjóri 2: Ja, við verðum náttúrlega að fara yfir verkferla.

Forstjóri 1: Ætlum við að gera þetta aftur?

Forstjóri 2: Ég veit það ekki, þetta lítur náttúrlega ekki vel út.

Forstjóri 1: Við verðum allavega að passa okkur aðeins.

Forstjóri 2: Að minnsta kosti næstu mánuðina.

Forstjóri 1: Það er kannski best að viðurkenna smá mistök?

Forstjóri 2: Mannleg mistök?

Forstjóri 1: Fjarskalega mannleg:

Forstjóri 2: Klárlega mistök.

Forstjóri 1: Ekkert svona skeytingarleysi?

Forstjóri 2: Nei, nei, biddu fyrir þér.

Forstjóri 1: Ábyrgðarleysi eða glannaskapur?

Forstjóri 2: Nei, nei, ekki við. Við tökum auðvitað fulla ábyrgð?

Forstjóri 1: Hvernig er hún?

Forstjóri 2: Við segjum bara að við tökum ábyrgð.

Forstjóri 1: Ókei, er þá komin niðurstaða?

Forstjóri 2. Allir sáttir?

Forstjóri 1: Já, er það ekki?

Forstjóri 2: Olræs. Best að fara að drífa sig. Látum ekki túristana bíða.

Forstjóri 1: Úff, þetta er nú ekki góð spá….

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun