fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Bæjarstjóra blöskrar Brot á RÚV: „Ég trúi því ekki að ég sé að tuða yfir þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Guðmundur Gunnarsson, gerir athugasemdir við hvernig landsbyggðin er túlkuð í spennuþættinum Brot sem sýndur er á RÚV. Hann greinir frá þessu á Facebook:

„Fínir þættir en mikið óskaplega er hún alltaf þreytandi þessi lúðaímynd landsbyggðarinnar í íslensku sjónvarpsefni. Ófærð var slæm en þetta er eiginlega kjánalegt,“

segir Guðmundur, sem sjálfur er vestfirðingur.

Treggáfuð landsbyggð í yfirþyngd

Hann tekur dæmi sem hann segir augljós:

„Löggan í Reykjavík er auðvitað töff týpa í flottum fötum. Fallegur, djúpvitur, réttsýnn og dularfullur. Ræktar líkama sinn. Löggan í Borgarnesi er aftur á móti með rækjusamloku í munnvikinu. Treggáfaður, í yfirþyngd og með buff um hálsinn. Skilur ekki neitt í neinu á meðan löggurnar úr borginni sjá samhengið og rekja þræðina. Leiftra af sjálfsöryggi á meðan rækjusamlokan klórar sér í buffinu.“

Hann birtir síðan samanburðarmyndir á tveimur konum í þættinum:

„Svo er það konan í Reykjavík og konan úti á landi. Læt myndirnar bara tala sínu máli 🤨“

 

„Æi, ég trúi því ekki að ég sé að tuða yfir þessu. Er sennilega sjálfur mesti landsbyggðarlúðinn fyrir vikið😊 Samt, ef þetta væri ekki svona pínlegt þá væri þetta sennilega alveg óstjórnlega fyndið,“

segir Guðmundur að lokum.

Þátturinn Brot er hugarfóstur leikstjórans Þórðar Pálssonar, en að handritsgerð koma einnig Óttar Norðfjörð, Margrét Örnólfsdóttir og Mikael Torfason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn