fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vinstrið logar: Saka Pírata og Samfylkingu um að taka undir „hlægilegar“ samsæriskenningar Björns Bjarnasonar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í stað þess að taka sér stöðu með fólkinu sem er að berjast fyrir mannsæmandi kjörum heyrist ekkert fulltrúum Samfylkingarinnar og Pírata í borginni annað en ásakanir og samsæriskenningar sem styrkja ekki heldur grafa undan baráttunni. Hvers vegna lýsa þessir flokkar ekki yfir stuðningi við baráttu láglaunakvenna?“

spyr Jæja-hópurinn á Facebook í dag, í tilefni af kjarabaráttu Eflingar við Reykjavíkurborg, en þar stefnir allt í verkfall hjá um 1800 manns í byrjun febrúar.

Jæja-hópurinn var stofnaður árið 2014 og hefur staðið fyrir ýmsum mótmælum í gegnum tíðina auk áróðurs á netinu. Hann telst vel til vinstri, en er ekki með neinn opinberan talsmann og skrifar ávallt nafnlaust, þó svo hann hafi verið tengdur við Sósíalistaflokkinn og fyrrverandi formann Landverndar. Þá gekkst Sara Óskarsson, varaþingmaður Pírata, við því að hafa verið í hópnum, en hafi hætt þar árið 2018.

Samsæriskenningar

Jæja-hópurinn vísar til mikillar samstöðu innan Eflingar, sem hafi sýnt sig með yfirgnæfandi meirihlutasamþykkt á verkfallsboðun, eða 96% en ekki séu allir sannfærðir:

„En ekki eru allir jafn sáttir því stuðningsfólk og virkt flokksfólks þeirra flokka sem mynda meirihlutann í Reykjavík er margt sannfært um að baráttan sé í raun kosningabarátta Sósíalistaflokksins til þess að koma höggi á Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna. Um sé að ræða ekkert minna en samsæri gegn meirihlutanum. Fyrir utan hvað þessar ásakanir gera lítið úr baráttu láglaunafólks þá sýnir þetta líka hversu viljugir margir á miðjunni eru, í Samfylkingunni og Pírötum, til þess að taka undir hlægilegar samsæriskenningar Björns Bjarnasonar og öfga-hægrisins.“

Þessi samsæriskenning er rakin til Þrastar Ólafssonar, sem sagði á Facebook:

„Er þetta strategía nýja Sósíalistaflokksins? Brjóta upp lífskjarasamninginn með því að einangra baráttuna við einn viðsemjanda“

Þá er nefnt að Þröstur hafi sakað Eflingu um að nota ungabörn sem gísla til að eyðileggja lífskjarasamningana:

„Stuttu seinna höfðu Staksteinar og Björn Bjarnason gripið boltann á lofti en Björn hefur endurtekið kenninguna margsinnis undanfarna daga og skrifaði hann færslu á bloggið sitt 21. janúar með yfirskriftinni: „Efling í framboð með Sósíalistaflokknum“.“

Sjá einnig: Þröstur vandar Sólveigu ekki kveðjurnar:„Ég fékk yfir mig galldembu“

Baunað á Samfylkingu og Pírata

Jæja hópurinn undrast hvers vegna stuðningsfólk meirihlutans í Reykjavík ráðist á trúverðugleika kjarabaráttunnar og vitnar í orð Svölu Jónsdóttur, fyrrum frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem sagði kröfur Eflingar óraunhæfar og um pólitískt útspil Sólveigar væri að ræða.

Þá er einnig Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ýjað að því að Efling væri að stunda borgarpólitík, þar sem Efling næði til fleiri sveitarfélaga en Reykjavíkur.

Þá er einnig vitnað til orða píratans Elfu Jónsdóttur, sem spurði hvort kosningabarátta sósíalista væri rekin af Eflingu þar sem láglaunafólki væri beitt fyrir vagninn.

Þá er birt samsett mynd af Birni Leví,  Birni Bjarnasyni og Þresti Ólafssyni með hatta úr álpappír, þeim til háðungar, þar sem höfuðfatið þykir eins konar alþjóðlegur einkennislæðnaður samsæriskenningasmiða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“