fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Kristín Heba nýr framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknarstofnunar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Heba Gísladóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Kristín Heba er með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og Meistarapróf í auðlindafræði frá sama skóla.

Undanfarin ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar en þar sá hún um daglegan rekstur, samskipti við stjórnvöld og kjörna fulltrúa, stjórnun verkefna auk þess að vera talsmaður AkureyrarAkademíunnar út á við. Þá hefur Kristín Heba starfað sem stundakennari við Háskólann á Akureyri frá árinu 2012.

„Ég hlakka til að hefja störf, kynnast fólkinu í hreyfingunni og takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Vörðu með það að markmiði að bæta kjör og lífsgæði launafólks“ segir Kristín Heba um nýja starfið.

Alþýðusamband Íslands og BRSB stofnaðu Vörðu – rannsóknarstofnun í vinnumarkaðarins í október 2019 til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Stofnuninni er ætlað að dýpka umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu og betri lífsskilyrðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær