fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Brynjar svarar: „Felst sköpunarkrafturinn, framsýnin og hugrekkið í því að hækka skatta“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 16:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins á fyrsta þingfundi ársins í gær. Sú stjórn myndi leggja áherslu á sköpunarkraft, framsýni og hugrekki.

Þá sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata við sama tækifæri, að sami gamli tónninn væri í ríkisstjórninni, sem hljómað hefði í áraraðir. Sagði hún tóninn falskan og ítrekaði kröfur sínar um nýja stjórnarskrá.

Felst hugrekki í hækkun skatta?

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar þessum gagnrýnisröddum í dag, en gefur ekki mikið fyrir málflutninginn:

„Í gær átti að vera umræða í þinginu um stjórnmál. Innlegg formanns Samfylkingarinnar í umræðunni var að hvíla þyrfti Sjálfstæðisflokkinn og við ætti að taka stjórn sem hefði meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki. Ef marka má málflutning þingmanna Samfylkingarinnar svo lengi sem ég man felst sköpunarkrafturinn, framsýnin og hugrekkið í því að hækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga svo að stjórnmálamenn geti ráðstafað meiri peningum eftir eigin geðþótta, sem þeir kalla gjarnan réttlætismál. Að vísu má kalla það talsvert hugrekki að hafa þá stefnu að rýra kjör almennings en það hefur ekkert með sköpunarkraft og framsýni að gera,“

segir Brynjar.

Sama ræðan enn og aftur

Hann telur stefnu Pírata óljósa, nú sem endranær:

„Fulltrúi Pírata tókst í umræðunni um stjórnmálin, eins og öðrum þingmönnum flokksins hingað til, að minnast ekkert á stjórnmál. Kjósendur eru því enn í þoku um hugmyndafræði, framtíðarsýn og stefnu flokksins í mikilvægum málaflokkum. Þess í stað fengum við að heyra sömu ræðuna einu sinni enn um spillingu og siðleysi annarra. Af hverju stofna þeir ekki trúfélag eða siðbótarfélag og hætta þessu stjórnmálavafstri?“

Brynjar segir um sýndarmennsku að ræða hjá þessum fulltrúum stjórnarandstöðunnar og kallar eftir ábyrgð þeirra:

„Ef það á að hvíla Sjálfstæðisflokkinn þurfa aðrir að hafa burði til að taka við stjórn landsins. Þá þarf að hætta þessari endalausu sýndarmennsku og sýna ábyrgð og þora að taka vindinn í fangið þegar þarf. Mér sýnist langt í land í þeim efnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær